Einu sinni kallaður Umboðsmaður Íslands, landsfrægur popplagahöfundur sem og goðsagnakenndur umboðsmaður, sem er nú formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands, sjálfur Einar Bárðarson, skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður komandi í alþingiskosningunum þann 30. nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi.
Framsóknarflokkurinn fundar nú á Nauthóli þar sem verið er að samþykkja framboðslista flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.
Mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og viðskipta- og menningarmálaráðherra, leiða listann.