Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Pör sem fara offari á samfélagsmiðlum eru óöruggari með sambandið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný rannsókn sem birt er í Personality and Social Psychology Bulletin gefur til kynna að þau pör sem birti mikið af myndum af sér á samfélagsmiðlum, jafnvel of mikið að mati einhverra, séu í raun óöruggari með sambandið en þeir sem birta minna af myndum og stöðuuppfærslum um téð samband.

108 pör í háskóla tóku þátt í rannsókninni og héldu dagbók um samband sitt í tvær vikur. Út frá dagbókarfærslunum komust rannsakendur að því að þeir sem eru fjarlægir maka sínum sýndu minni löngun til að sýna samband sitt út á við, til dæmis á samfélagsmiðlum.

Hins vegar þráðu þeir sem eru óöruggir í samböndum að hafa sambönd sín mjög sýnileg á samfélagsmiðlum og því birta aragrúa af myndum og stöðuuppfærslum um ástarlífið.

Rannsakendur náðu þó ekki að finna tengingu á milli hegðunar á samfélagsmiðlum og þriðja sambandsformsins, forms þeirra sem öruggir eru í samböndum sínum.

„Þegar fólk var óöruggara með tilfinningar maka sinna, gerði það sambandið sýnilegra,“ segir í rannsókninni, en nánar er fjallað um rannsóknina á vef Huffington Post.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -