Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Pör þurfa að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú til að fá að ættleiða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason íhuguðu ættleiðingu þar sem ekki gekk að eignast barn eftir hinni hefðbundnu leið. Þau fóru á fund hjá Íslenskri ættleiðingu en komust þá að því að sú leið var hvorki auðveld né fljótfarin.

„Þá rákumst við á nýjan vegg,“ segir Salka og andvarpar. „Til að mega sækja um þurftum við að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú ár þannig að við sáum fram á að það gæti hugsanlega gerst eftir sjö ár að við fengjum að ættleiða barn. Það var ekki beint það sem okkur langaði til. Þá kom í mig uppgjöf, ég bara sá ekki leið út úr þessu.“
Spurð hvort hún hafi þá verið búin að sætta sig við að þetta myndi aldrei ganga neitar Salka því.
„Nei, nei, það gerði ég nú aldrei,“ segir hún. „Ég vissi að þetta myndi ganga einhvern veginn, einhvern tímann, en vá, hvað það var erfitt að byrja að sætta sig við það að þetta gæti tekið mjög langan tíma. Ég var alltaf að lesa mér til um reynslu annarra af þessu en ég veit ekki hversu mikið það hjálpaði að lesa allar hryllingssögurnar.
Ég var komin á það stig að ég var farin að reyna að redda mér frjósemisstyttum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hafði heyrt af einhverri konu sem hafði eignast þríbura eftir að hafa eignast frjósemisstyttu og var handviss að það væri það sem ég þyrfti. Svo sá ég grein um einhverja styttu í Flórída sem hafði þann töframátt að pör sem snertu hana urðu ólétt á stundinni og vildi endilega að við færum til Flórída. Ég var orðin svo þreytt á að eitra fyrir líkama mínum og koma honum úr jafnvægi og vildi bara finna einhverja aðra lausn.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -