Í vikunni hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Íslands með komu flugsveitar portúgalska flughersins. Er þetta í annað skiptið sem Portúgalar taka þátt í loftrýmsigæslu hér á landi en áratugur er síðan þeir komur síðast hingað til lands.
Samkvæmt vefsíðu Landhelgisgæslunnar kemur flugsveitin til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur og um það bil 85 liðsmenn sem verða með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Ráð er gert fyrir að portúgalska flugsveitin geri aðflugsæfingar að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 31. janúar til 7. febrúar. Taka æfingarnar þó mið af veðri.
Tekur portúgalski flugherinn þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Nato í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Fram kemur á síðu Landhelgisgæslunnar að framkvæmd verkefnisins verði með sama hætti og áður og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.
Framkvæmdin er unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra er koma að sóttvörnum hér á landi en sérstakur viðbúnaður er í gildi varðandi sóttvarnir, líkt og með annan erlendan liðsafla sem hingað kemur.
Þá segist Gæslan annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia.
Gert er ráð fyrir því að loftrýmisgæslunni ljúki í lok mars.