Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Portúgalski flugherinn mætir til landsins – Fjórar F-16 orrustuþotur og 85 liðsmenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vikunni hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Íslands með komu flugsveitar portúgalska flughersins. Er þetta í annað skiptið sem Portúgalar taka þátt í loftrýmsigæslu hér á landi en áratugur er síðan þeir komur síðast hingað til lands.

Samkvæmt vefsíðu Landhelgisgæslunnar kemur flugsveitin til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur og um það bil 85 liðsmenn sem verða með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Ráð er gert fyrir að portúgalska flugsveitin geri aðflugsæfingar að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 31. janúar til 7. febrúar. Taka æfingarnar þó mið af veðri.

Tekur portúgalski flugherinn þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Nato í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Fram kemur á síðu Landhelgisgæslunnar að framkvæmd verkefnisins verði með sama hætti og áður og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Framkvæmdin er unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra er koma að sóttvörnum hér á landi en sérstakur viðbúnaður er í gildi varðandi sóttvarnir, líkt og með annan erlendan liðsafla sem hingað kemur.

- Auglýsing -

Þá segist Gæslan annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia.

Gert er ráð fyrir því að loftrýmisgæslunni ljúki í lok mars.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -