Öll póstbox á höfuðborgarsvæðinu eru yfirfull svo augljóst er að verslun landans er að stórum hluta að færast til erlendra netverslana sem aftur hefur töluverð áhrif á innlenda verslun.
Hagnaður hjá Póstinum á sl. ári nam 104 milljónum króna samkvæmt ársskýrslu eftir nokkurra ára stórfellt tap og er auknum innflutningi pakka að miklum hluta þakkaður hagnaðurinn.
Íhuga að hætta alfarið útburði bréfa
Forstjóri Íslandspósts, Þórhildur Ólöf Helgadóttir vonast til að þessi þróun haldi áfram en á sama tíma hefur bréfasendingum fækkað um tæp 80% sl. 20 ár og íhugar Íslandspóstur að hætta alfarið útburði bréfa sem parti af niðurskurði hjá félaginu. Meðal hugmynda um sparnað má nefna endurskipulagningu, stafrænar lausnir og sjálfsafgreiðslu. Þess má geta að 43 starfsmönnum var sagt upp 2019 og 30 á síðastliðnu ári.
Og þá er spurt hvort barnabörnin okkar muni ekki þekkja bréf, póstkassa né póstlúgur frekar en þau þau þekkja ekki kasettutæki eða VHS tæki í dag.