Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Prentvél eyðilögð og einokun tryggð: Samkeppniseftirlit skoðar „viðbjóðsleg viðskipti“ Moggamanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkeppniseftirlitið er með til skoðunar viðskipti Árvakurs og þrotabús Torgs með prentvél Fréttablaðsins. Útgefandi Moggans keypti prentvélina til niðurrifs. Kjartan Kjartansson, prentsmiðjustjóri Ísafoldarprenstsmiðju, bauð í vélina og fylgihluti hennar en hlaut ekki náð fyrir augum skiptastjórans, Óskars Sigurðssonar, sem starfar hjá Lex-lögmönnum. Í dag er staðan sú að verið er að rífa vélina sem stendur í húsnæði Regins, umbjóðenda Óskars skiptastjóra. Tilgangur eigenda Moggans með kaupunum var augljóslega sá að tryggja sér einokun á prentun dagblaða á Íslandi. „Þetta eru viðbjóðsleg viðskipti,“ segir heimildarmaður Mannlífs sem vill ekki að nafn sitt birtist af ótta við hefndaraðgerðir Moggamanna.

Morgunblaðið nær enn frekari einokunarstöðu.

„Samkeppniseftirlitið er með til skoðunar kaup Landsprents ehf. á prentvél þrotabús Torgs ehf. Það sem skoðunin snýr m.a. að er hvort viðskiptin geti falið í sér tilkynningarskyldan samruna skv. samkeppnislögum,“ segir Magnús Þór Kristjánsson, verkefnastjóri Samkeppniseftirlitsins, í svari til Mannlífs. Hann segir málið ennþá vera á frumstigi og ákvörðun um framhaldið hafi ekki verið tekin.

Í dag er staðan sú að eigendur Morgunblaðsins með Guðbjörgu Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum í aðalhlutverki ráða Póstdreifingu og einu  prenstsmiðjunni á landinu sem prentar dagblöð á borð við Morgunblaðið, Bændablaðið og Heimildina. Moggamenn hafa því tögl og hagldir á þessum markaði eftir að eyðilegging prentvélarinnar hefur átt sér stað. Árvakur tapaði 240 milljónum króna í fyrra og fékk ríkisstyrk upp á tæpar 70 milljónir króna. Kaupin á prentvélinni og fjárfesting í einokuninni kostuðu félagið hluta af því sem nemur fjölmiðlastyrknum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -