Séra Davíð Þór Jónsson er kraftmikill maður með hjartað á réttum stað; hann var að senda frá sér ljóðabók, og segir nokkur vel valin orð:
„Mín fjórða ljóðabók er komin út. Hún heitir Millísekúnda og geymir sennilega það einlægasta og persónulegasta sem ég hef sent frá mér til þessa.“
Hann bætir við að „í fyrsta sinn segi ég skilið við hefðbundna bragfræði og yrki óbundið (þó ekki formlaust) um hið mannlega hlutskipti; feigðina og eilífiðina, tilgangsleysið og fegurðina.“
Ljóðabók séra Davíðs Þórs verður „fyrst í stað – að minnsta kosti – verður aðeins hægt að nálgast bókina hjá mér; hún fer ekki í almenna dreifingu fyrr en á nýju ári. Þið, sem hafið áhuga á að kaupa hana, sendið mér einkaskilaboð og ég sendi ykkur áritað eintak um hæl.“