Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Prinsip?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

SKOÐUN Ég er staddur í Stokkhólmi. Þetta er ljómandi falleg borg, hér liggur snjór og ís yfir öllu og mér verður á stundum hált á svellinu, heimafólki til undrunar þar sem ég kem frá Íslandi. Sjálfur get ég ekki varist þeirri hugsun að það sé einmitt þess vegna sem mér verður oftar en frændum okkar hált á umræddu svelli. Við Íslendingar erum alltaf að renna á rassinn í einhverjum flumbru- og fábjánagangi, sjálfum okkur til háðungar og öðrum til ama.

Einna verst er þetta þegar skundum út á þann hála ís að fara með almannafé. Þá halda okkur engin bönd og hefur enn engum Íslendingi tekist að láta reisa kofa eða grafa holu án þess að fara hraustlega fram úr öllum áætlunum. Ef málið vekur athygli kemur venjulega í ljós að sökin er kerfisins en ekki þeirra sem stýra því, að ógleymdum ótuktarskapnum í fjölmiðlum sem eru alltaf að skemma góð partí.

Og talandi um partí. Þá fyrst fljúga nú sum íslensk fyrirmenni á bera bossana svo skíturinn slettist upp um alla veggi. Illmælgi þeirra og ótuktarskapur er þó auðvitað ekki á þeirra ábyrgð, þar sem þeir sitja með ískalda afturendana á botni mannlegrar reisnar, heldur fötluð hinsegin kona sem lét þjóðina vita hvaða menn þeir hafa að geyma. Eftir stendur þjóðin og karpar um hver hafi runnið verst og skitið mest, eins og það skipti einhverju máli, með þeim afleiðingum að enginn tekur ábyrgð og ekkert breytist til batnaðar.

Hér í Svíþjóð er hins vegar ekki annað að sjá en að fólk standi í fæturna og beri ábyrgð á gjörðum sínum. Einkum á þetta við um kjörna fulltrúa enda hafa menn fundið upp á einhverju sem þeir kalla prinsip en þá gildir einu hver kom harðast niður. Verði pólitíkusi hált á svellinu, þarf hann að fara út af því en getur svo verið kosinn inn aftur. Þetta hljómar kannski flippað fyrir okkur Íslendinga, en kannski er þetta fyrirbæri prinsip eitthvað sem við ættum að skoða nánar?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -