Bandarískt líftæknifyrirtæki hefur þróað bóluefni gegn COVID-19 sem er tilbúið til lokaprófana. Um er að ræða fyrsta bóluefnið sem prófað var í Bandaríkjunum, en það hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu bundið vonir við.
Það er bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna sem þróaði bóluefnið. Í gær voru birtar niðurstöður í læknaritinu New England Journal of Medicine sem sýndu að 45 einstaklingar sem bóluefnið hefur þegar verið reynt á hefðu myndað mótefni gegn veirunni.
Næst verður bóluefnið prófað á 30 þúsund manna hópi. Gert er ráð fyrir að tilraunin standi til 27. október og að niðurstöður úr henni liggi fyrir í árslok.