Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Prófkjör demókrata er farið á fullt – hver er líklegastur?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prófkjör demókrata er farið á fullt. Hvernig virkar kerfið, hver eru málin og hver er líklegastur?

 

Augu margra Bandaríkjamanna eru nú á prófkjöri demókrata þar sem línur eru að skýrast samkvæmt könnunum. En er þó of snemmt að segja hvaða frambjóðandi er líklegur til að verða fyrir valinu. Kosningarnar gætu ráðist á því hverjir demókratar telji líklegastan til að fella Donald Trump fremur en á grunni pólitískra loforða. Sögulega séð er erfitt að fella sitjandi forseta, einkum ef horft er til síðustu áratuga, en forsetatíð Trump verður seint talin hefðbundin né hann sem stjórnmálamaður.

Margir eru í framboði hjá demókrötum, alls 24. Auðvelt er að draga þá ályktun að fjöldinn veiki framboðið. Atkvæðin dreifast víða og erfiðara er að markaðssetja og kynna vel marga frambjóðendur. Á móti kemur að sterkt og fjölmennt prófkjör breikkar þátttakendahópinn sem gæti komið til góðs þegar baráttan um forsetaembættið hefst fyrir alvöru á næsta ári. Nú er að koma í ljós hverjir eiga séns.

Hópurinn er nokkuð fjölbreyttur en má í  grófum dráttum skipta í tvo flokka. Þá frambjóðendur sem eru miðjusinnaðir og meira hefðbundnir og kerfislægir og þá sem eru úr vinstri og/eða breytingasinnaðri ranni flokksins.  Joseph R. Biden, fyrrum varaforseti Obama, flokkast í fyrri flokkinn og leiðir enn sem komið er ef marka má nýlegar kannanir. Biden leiðir með 32% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN sem er 5% fall frá síðasta mánuði. Bernie Sanders mælist með um 18% en engir aðrir frambjóðendur ná tveggja stafa tölu. Kannanir sem eru gerðar í hverju fylki t.d. frá Iowa og California – sýna jafnframt að Biden leiði en að Bernie Sanders, Elisabeth Warren og Pete Buttigeg fylgi fast á eftir með 15-18% fylgi.  Aðrir þátttakendur sem mælast mjög lágir eru líklegir til að melda sig út á næstu mánuðum, en ennþá er þetta galopið.

Biden leiðir með 32% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN

Enn sem komið er er prófkjörið kurteist. Frambjóðendur eru ekki farnir að níða skóinn af hvor öðrum sem kann að aukast eftir því sem nær dregur og harkan um sætið verður meiri. Það gefur þó augaleið að það er mikilvægt fyrir demókrataflokkinn að vera samheldin til að fella Trump. Iðulega er það nefnt sem helsti galli flokksins þessa dagana að hann er býsna klofinn, sem er óheppilegt ef litið er á stóra markmiðið: að fella Trump. Sögulega er það ekkert nýtt, almennt er það einn helsti löstur pólitískra hópa sem skipa sér vinstra megin við miðju að standa ekki saman og skipta sér um of í hólf sem veikir þann hóp sem er raunar allajafna stærri heilt yfir en fólk sem er íhaldsamt og kýs til hægri.

Hvernig virkar kerfið?

- Auglýsing -

Fyrstu rökræður frambjóðenda verða í lok júní. Línur munu skýrast enn betur í kjölfarið en demókrataflokkurinn hefur sett upp 12 rökræður á þessu ári og í byrjun árs 2020. Kerfið virkar þannig að sérstakir umboðsmenn (e. delegates) kjósa um frambjóðendur í hverju fylki fyrir sig í febrúar og mars næsta ári. Mikilvægt er að tryggja sér sigur eða góð úrslit í fylkjunum þar sem kosið er fyrst sem almennt setur tóninn fyrir framhaldið. Alls eru 4051 umboðsmenn í öllu landinu, fjöldinn ræðst af þeim sem hafa aðgang að landsfundi demókrata. Til að vinna þarf frambjóðandi að tryggja sér meirihlutaatkvæða umboðsmanna eða 2026 atkvæði frá 4051 umboðsmönnum sem hafa rétt til setu á landsfundi demókrata.

Hver eru helstu málefnin?

Val á frambjóðanda mun snúast að mestu um hver geti steypt Trump af stóli en málefnin munu hafa einhverja þýðingu. Persónulegur sjarmi og hæfileikinn til að hrífa fólk með sér munu vega þungt. Þegar litið er heilt yfir stefnumál frambjóðenda eru þau í grunninn áherslur skandinavískra jafnaðarmanna – heilbrigðisþjónusta og menntun svo gott sem ókeypis, kvenréttindi og frekari skatta á hina ríku svo eitthvað sé nefnt. Flestir leggja áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.

- Auglýsing -

Biden og Warren gáfu t.d. í síðustu viku út metnaðarfullar og ítarlegar tillögur í loftslagsmálum sem eru um margt keimlíkar. Warren sigrar raunar þegar kemur að stefnumálum, sem ganga flest út á að eyða ójöfnuði, m.a. að tækla námslánakerfið og fella niður námslán. Sanders ætlar enn fram á hugmyndum um heilbrigðisþjónustu fyrir alla (e. medicare for all), ókeypis háskóla og um 15 dollara lágmarkslaun. Kamala Harris talar um jafnlaunavottun og Pete Buttigeg er nokkuð framsýnn og talar um kerfisbreytingar sem og styður heilbrigðisþjónustu fyrir alla.

Hver eru líklegastur til að vinna?

Það er of snemmt til að segja til um hvaða frambjóðandi muni vinna. Hins vegar er orðið ljóst að aðeins 5-6 frambjóðendur eiga raunverulega möguleika. Biden, Sanders, Warren, Buttigeg sem áður eru nefnd og þá gætu Kamala Harris, Beto O’Rourke og Amy Klobucher jafnframt verið enn inni í myndinni. Enginn frambjóðendum er áberandi langsterkastur og því er líklegt að rökræður flokksins muni setja tóninn fyrir það sem koma skal. Persónusjarmi mun, líkt og áður kom fram skipta máli. Kosningabaráttur snúast talsvert um stemmingu og tímasetningu. T.d. gæti Biden verið að toppa of snemma sem öruggur og þekktur frambjóðandi, vel liðinn innan demókrataflokksins, á meðan öðrum frambjóðendum gæti tekist að skapa stemmningu í kringum sig seinna í keppninni.

Að vinna Trump er ekki aðeins mikilvægt fyrir hagsmuni bandarísku þjóðarinnar heldur skiptir sköpum fyrir heiminn. Ef hann tapar kosningunni er það táknrænt fyrir heiminn – markar ákveðin þáttaskil á popúlísku hægrisveiflunni með tilheyrandi óttastjórnmálum og fordómum. Brexit verandi ákveðinn undanfari í þeim efnum.

Nái demókrötum að finna frambjóðanda sem er nægilega sterkur til að mæta Trump á svellinu ættu þeir að vinna miðað við óvinsældir forsetans núna. Hins vegar er Trump mjög óútreiknanlegur og mun gera allt til að vinna. T.d. gæti hann kastað út pólitískri líflínu eða staðið fyrir aðgerðum sem leiða almennt til vinsælda í Bandaríkjunum. Í öllu falli er næsti vetur pólitískt afar mikilvægur og mun setja tóninn hvernig saga mannkyns spilar sig út.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -