Prófkjör Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar var haldið í dag og voru niðurstöður þess kunngjörðar nú síðdegis. Þrír af sex þingmönnum flokksins gáfu ekki kost á sér að nýju og því var ljóst að þó nokkur uppstokkun yrði í flokknum.
Niðurstöðurnar úr norðaustur- og norðvesturkjördæmum eru væntanlegar laugardaginn 20. mars, en úrslit úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kynnt í dag. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting frambjóðenda milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi.
Hér að neðan má sjá hvernig raðaðist á listana:
Reykjavík
- Björn Leví Gunnarsson
- Halldóra Mogensen
- Andrés Ingi Jónsson
- Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
- Halldór Auðar Svansson
- Lenya Rún Taha Karim
- Valgerður Árnadóttir
- Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
- Oktavía Hrund Jónsdóttir
- Sara Oskarsson
Suðvesturkjördæmi
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
- Gísli Rafn Ólafsson
- Eva Sjöfn Helgadóttir
- Indriði Ingi Stefánsson
- Greta Ósk Óskarsdóttir
Suðurkjördæmi
- Álfheiður Eymarsdóttir
- Lind Völundardóttir
- Hrafnkell Brimar Hallmundsson
- Eyþór Máni Steinþórsson
- Guðmundur Arnar Guðmundsson