- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segist enn glíma við kvíða og vanmáttartilfinningu en með hugleiðslu og bæn sé hann orðinn stjórnandi í eigin lífi og hættur að láta púkann á öxlinni hafa yfirhöndina.
Jónas Sigurðsson er viss um að tími mildi og manngæsku sé að renna upp en hann hefur þó ekki alltaf verið á þeirri línu. Hann glímdi áratugum saman við afleiðingar ADHD, Tourette-heilkennis og vanmetakenndar og hætti á tímabili allri tónlistarsköpun. Andleg vakning í dönskum skógi fyrir sextán árum leiddi hann á vit hugleiðslu og bæna sem hann notar enn í dag til að halda djöflinum á öxlinni í skefjum.
Jónas fer yfir sögu sína í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson