Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa ákveðið að ljúka innrásinni á Úkraínu þann 9. maí, ef marka má heimildir úkraínskra njósnara og greint er frá í úkraínska miðlinum Kiev Independent og rússneska miðlinum Pravda news.
Stríðið hefur nú varað í rúman mánuð, en heimildir herma að hernaður Rússa gangi illa og Úkraínumenn vinna á, frekar en hitt.
Þann 9. maí fagna Rússar sigri sínum á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni, fyrir meira en sjötíu árum síðan. Segir í frétt miðilsins að úkraínsk hernaðaryfirvöld telji sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Pútín vilji að stríðinu sé lokið þá.
9. maí er einn stærsti þjóðhátíðardagur Rússa og segir í frétt miðilsins að það geti farið vel með fullyrðingum Pútíns um að ætla að „af-nasistavæða“ Úkraínu með því að binda enda á innrásina á þeim degi.