Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Pútín sagður hafa ákveðið hvenær innrásinni skuli lokið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, segist hafa á­kveðið að ljúka innrásinni á Úkraínu þann 9. maí, ef marka má heimildir úkraínskra njósnara og greint er frá í úkraínska miðlinum Kiev Independent og rússneska miðlinum Pravda news.

Stríðið hefur nú varað í rúman mánuð, en heimildir herma að hernaður Rússa gangi illa og Úkraínu­menn vinna á, frekar en hitt.

Þann 9. maí fagna Rússar sigri sínum á nas­istum í síðari heims­styrj­öldinni, fyrir meira en sjö­tíu árum síðan. Segir í frétt miðilsins að úkraínsk hernaðar­yfir­völd telji sig hafa á­reiðan­legar heimildir fyrir því að Pútín vilji að stríðinu sé lokið þá.

9. maí er einn stærsti þjóð­há­tíðar­dagur Rússa og segir í frétt miðilsins að það geti farið vel með full­yrðingum Pútíns um að ætla að „af-nas­ista­væða“ Úkraínu með því að binda enda á innrásina á þeim degi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -