Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Dýrasti kaffibollinn er í Grindavík – Ódýrasti ísinn hjá Aktu taktu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs kannaði verð á pylsu og gosi í nokkrum vegasjoppum og af þeim var Krambúðin ódýrust. Ætla má að fjöldi landsmanna leggi leið sína um landið nú í sumar. Víðast hvar er pylsa og gos almennt talið með algengustu og þægilegustu skyndibitum sem völ er á.

Mannlíf kynnti sér verðlag hjá nokkrum vegasjoppum landsins í lok júní. Ef fimm manna fjölskylda kaupir pylsu og litla dós af kók fyrir hvern meðlim, kostar það 3.340 krónur hjá Krambúðinni en 5.550 krónur ef fjölskyldan skreppur á Ungó í Reykjanesbæ. Munurinn er 60 prósent. En ef þú átt leið um Suðurlandið og stoppar í Söluskálanum Landvegamótum þá kosta pylsa og kók fyrir fimm manna fjölskyldu 4.300 krónur. Ef kaffiþorsti er til staðar eftir pylsuna, þá er boðið upp á ókeypis kaffi hjá Kletti í Vestmannaeyjum, en ef þú vilt taka það með þá kostar það 250 krónur. En ódýrasta kaffið fyrir utan Klett er hjá N1, þar kostar það 229 krónur, en er dýrast hjá Aðal-Braut í Grindavík á 450 krónur. Munurinn er 96 prósent.

Ís úr vél hefur líka verið vinsæll hjá ferðlöngum á leið um Ísland, en ekki eru allar sjoppur sem bjóða upp á hann. Ódýrasti ísinn sem blaðamaður fann er hjá Aktu taktu sem eru eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Ef fjölskyldan ætlar að gæða sér á litlum ís í brauðformi án dýfu í eftirmat þá er ísinn ódýrastur hjá N1, Krambúðinni og Ungó í Reykjanesbæ á 450 krónur, en dýrastur í Söluskálanum Ólafsvík á 600 krónur. Munurinn er 33 prósent.

Könnunina er að finna í Ferðalaginu, útgáfu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -