Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Ráðaleysi ráðherranna – Áslaug Arna vísar á Katrínu sem vísar á Áslaugu Örnu og Ásmundur segir nei

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill meina að það sé hlutverk dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, að skera úr um hvort ráðist verði í rannsókn á Vistheimilinu á Hjalteyri.

Áslaug Arna segir aftur á móti að það sé hins vegar á ábyrgð Katrínar.

Þriðji ráðherrann, Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra, er greinilega á sömu bylgjulengd og þær Áslaug Arna og Katrín og vill ekkert með málið hafa, en munurinn er þó að Ásmundur bendir ekki á einhvern annan eins og þær áðurnefndu stöllur gera eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Vistheimilið var opið á Hjalteyri á árunum 1972 til 11979 en fólk sem dvaldist þar á barnsaldri hefur lýst kynferðisofbeldi og öðru viðbjóðslegu ofbeldi af hendi hjónanna sem ráku heimilið.

- Auglýsing -

Málið hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld rannsaki það sem fram fór á Hjalteyri.

RÚV náði tali af ofangreindum ráðherrum og krafðist svara:

- Auglýsing -

„Þetta eru auðvitað sláandi frásagnir sem við höfum verið að heyra í fjölmiðlum,“ sagði Katrín forsætisráðherra, en Áslaug Arna dómsmálaráðherra vísar málinu til forsætisráðherra:

„Það er á forræði forsætisráðherra. Hún er með þetta,“ sagði Áslaug og var svo spurð:

 Ætlar hún að tjá sig um það?

„Ég býst við því já,“ sagði Áslaug Arna.

Katrín er alls ekki sammála orðum Áslaugar Örnu:

„Nú heyra þessi lög undir dómsmálaráðuneytið og væntanlega verður þetta tekið til skoðunar þar í samráði við sveitarfélögin sem hafa lýst að þau hafi hug á að taka þetta til sérstakrar skoðunar,“ sagði Katrín.

Ásmundur Einar barna- og félagsmálaráðherra segir líka að málið sé ekki á sínu borði, og var spurður:

Nú hefur umsjónarmaður sanngirnisbóta, bæjarstjórinn á Akureyri, fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrarbæjar kallað eftir að þetta heimili verði rannsakað eins og önnur vistheimili. Hvað finnst þér um það?

„Það er eins og ég segi ekki formlega á mínu borði,“ var svar hans við þeirri spurningu.

 Katrín var síðan spurð hvort ríkisstjórnin muni ákveða að það verði einhver rannsókn á vegum ríkisins eða Vistheimilanefndar á þessu?

„Það er þá dómsmálaráðherra sem þarf að meta það þar sem lögin heyra undir hana. Og ég vænti þess að hún muni taka þetta til skoðunar,“ sagði Katrín.

Dómsmálaráðherra vísar á forsætisráðherra, félagsmálaráðherra vísar þessu líka frá sér. Hvers vegna vísið þið hvert á annað?

„Samkvæmt forsetaúrskurði á þetta heima hjá dómsmálaráðherra, en það þarf eðlilega að gerast í einhverju samráði þessara ráðherra og líka þessara sveitarfélaga sem báru ábyrgð á rekstri heimilisins á sínum tíma. Líkt og Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gera varðandi Arnarholt sem eftir samráð okkar við Reykjavíkurborg var ákveðið að Reykjavíkurborg myndi annast þá rannsókn,“ sagði Katrín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -