Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni í gær og nótt. Búðarþjófar voru mest áberandi þar sem um afbrot var að ræða. Aðeins tveir eru í fangageymslum og bíða þess að standa fyrir sínum málum þegar skímar að nýjum degi.
Miðbæjarlögregla var kölluð til vegna þjófnaðar í tveimur verslunum. Málin voru leyst á vettvangi.
Tilkynnt um aðila sem fór inn á nokkur veitingahús í miðbænum og hafði uppi ógnandi hegðun og tilburði. Raðdólgurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Eftir skýrslutöku var hann látinn laus og ætlaði hann þá til síns heima.
Rúða var brotin í heimahúsi. Lögreglan var kölluð til. Málið er í rannsókn.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
Ekið var á gangandi vegfaranda sem lá eftir. Þegar lögregla kölluð til var hann með meðvitund og öndun hans var eðlileg. Manninum komið undir læknishendur. Ekki liggur fyrir hvaða skaða hann hlaut af slysinu.
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið leyst á vettvangi.
Ökumaður var stöðvaður í akstri, grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Lögregla kölluð til vegna búðarþjófa. Málið var leyst á vettvangi.
Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum vegna umferðalagabrota. Ökumenn sem voru að tala í farsíma voru staðneir að verki. Þá vori einhverjir að misnota ljós.