Ráðgátan um draugahljóðið á Akureyri er leyst. Það fullyrða sérfræðingar skyndibitakeðjunnar Domino´s í nýrri auglýsingu og segja þeir ástæðuna fyrir hinum dularfullu draugahljóðum í bænum vera bara viðvarandi garnagaul íbúanna. Úr þessu sé því auðveldlega hægt að bæta með því að renna við á veitingastaðnum og þannig geti allir íbúarnir öðlast næturfrið á nýjan leik.
Líkt og Mannlíf greindi frá í dag hefur dularfullt hljóð hefur haldið vöku fyrir sumum Akureyringum undanfarin ár. Hefur hljóðið verið kallað draugahljóð og ekki fengist haldbær skýring á uppruna þess. Svo virðist sem það hangi yfir ákveðnum hverfum bæjarins og hefur plagað marga íbúa árum saman.
Sjá auglýsingu Domino´s hér.