Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ráðherra fær það óþvegið frá Jarðarvinum: Guðmundur „er enginn Salómon – Vantar þar nokkuð á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stofnandi og formaður Jarðarvina, Ole Anton Bieltvedt, skrifar hvassorða grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra að leyfa rjúpuveiði þetta árið.

Í greininni segir Ole að rjúpnastofninn hafi á dögunum aðeins 248 þúsund fuglar verið taldir en það er sögulegt lágmark. „Á framanverðri síðustu öld taldist hann allt að 5 milljónir rjúpna, þrátt fyrir allan náttúrulegan ágang, m.a. fálka, refa, sníkjudýra o.s.frv“

Segir hann að árið 2002 hafi stofninn í fyrsta skipti farið niður fyrir 300.000 fugla. „Þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarkona með bein í nefinu, ákvað þá að friða rjúpuna, fyrst í 3 ár; árin 2003, 2004 og 2005. Árangurinn af friðun var sá, að stofn rjúpu tvöfaldaðist 2004 og aftur 2005. Hefði friðun haldizt áfram, eins og Siv hafði ákveðið, hefði hann eflaust tvöfaldast aftur sumarið 2005 og náð verulegri hæð aftur, jafnvel upp undir 1 milljón fugla sumarið 2006.“

Ole heldur áfram, „En nýr umhverfisráðherra tók við, frá Sjálfstæðisflokki, Sigríður Anna Þórðardóttir, sem virðist ekki hafa haft sömu burði eða sama skilning á mikilvægi íslenzkrar náttúru, því hún gaf eftir fyrir ágangi blóðþyrstra veiðimanna, og leyfði veiðar aftur haustið 2005, ári fyrr, en reglugerð Sivjar sagði til um.“

Því næst talar Ole um núverandi umhverfisráðherrann, sem hann virðist hafa litlar mætur á. „Í fyrravor var svo hauststofninn aftur, nú í annað sinn frá upphafi talninga, kominn niður fyrir 300 þúsund fugla. Hefði Siv Friðleifsdóttir verið umhverfisráðherra, hefði hún eflaust friðað aftur. En, illu heilli, var umhverfisráðherrann og er enn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem á að heita grænn, þó þess gæti lítið í athöfnum hans og ákvörðunum. Hann þóttist í fyrra taka á málinu með hófi og skynsemi, en sú vafasama skynsemi var, að 5 þúsund veiðimenn mættu veiða 5 fugla hver.“

Segir Ole að sú ákvörðun hafi verið „út í hött“ og sé ástæðan fyrir því að nú sé stofninn í sögulegu lágmarki. Þá sakar hann veiðimenn um þann glæp að veiða meira en þeim er leyft að veiða. „Þessi veiðiáform 2020 voru auðvitað út í hött, 5 fuglar á mann, m.a. vegna þess, að meðalveiði á veiðimann síðustu 16 ár hafði verið 12 fuglar. Er þá miðað við uppgefna og skjalfesta veiði, en flestum mun vera ljóst, að slíkar skriflegar tilkynningar veiðimanna kunna að vera misgóðir pappírar, fyrir utan þá pappíra, sem kann að vanta. Enda var svo gengið á stofninn í fyrra, að nú síðastliðið vor, hafði hann enn gengið niður um 30%, frá í fyrra, og var sá allra minnsti í sögunni.“

- Auglýsing -

Ole talar því næst um tillögu nýs forstjóra Náttúruverndarstofnunar Íslands og helsta rjúpnasérfræðing stofnunarinnar, sem hann segir að séu báðir rjúpnaveiðmenn en tillagan mælir með áframhaldandi rjúpnaveiðum. „Enda kom á daginn, að nýr forstjóri og langtíma rjúpnasérfræðingur stofnunarinnar, báðir rjúpnaveiðimenn, lögðu til við ráðherra, að veiðar héldu áfram, eins og lítið hefði í skorizt, en nú yrðu veiðar 4 rjúpur á veiðimann, alls 20 þúsund fuglar.Hefði þessi tillaga komið innan af Kleppi, hefði mátt skilja hana, en hún kom úr Urriðaholtsstræti í Garðabæ, höfuðstöðvum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hvernig geta annars góðir menn og gegnir gert sig seka um slíka fásinnu!?“

Samkvæmt Ole er Guðmundur umhverfisráðherra enginn Salómon. „Því miður kom á daginn, þegar dagur kom að kveldi 28. október, að Guðmundur Ingi Guðbrandsson er enginn Salómon. Vantar þar nokkuð á. Hans „Salómonsdómur“ til að tryggja það, að ekki yrðu drepnar 32 þúsund rjúpur (hvernig sem hann nú komst að þeirri tölu), í stað 20 þúsund rjúpna, sem ráðgjöf NÍ gekk út á, var að veiðar mættu ekki hefjast fyrr en um hádegi þá 22 daga, sem veiða mætti.“

Ole skefur ekki utan af því í lokaorðum sínum.

- Auglýsing -

„Sumir verða frægir að endemum, aðrir af hugleysi. Að verða frægur af hvort tveggja, er ekki gott eða gæfulegt.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -