Orðrómur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur á undanförnum misserum staðið í hreingerningum innan embættismannakerfisins. Umdeildir og vafasamir embættismenn hafa verið látnir fjúka og aðrir settir í þeirra stað.
Fyrstur í hreinsunum var Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, sem árum saman hafði farið sínu fram og uppskorið fádæma óvinsældir. Næstur til að víkja var Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Reykjavík, sem vann sér helst til frægðar að stöðva fréttaflutning Stundarinnar af fjármálabraski Engeyinga. Sá þriðji í röð umdeildra og lítt hæfra embættismanna er svo Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sem Áslaug Arna svipti kjól og kalli og færði í sérverkefni í ráðuneyti sínu.
Áslaug Arna, sem er ekki enn orðin þrítug, þykir hafa sannað sig rækilega í embætti og vel til þess fallin að taka á spillingu …