- Auglýsing -
ORÐRÓMUR Það kom eins og regndropi úr heiðskýru lofti þegar Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður Viðreisnar og fyrrverandi ráðherra, sagði af sér þingmennsku til að takast á hendur að verða forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns.
Þorsteinn hefur verið áberandi þingmaður og atkvæðamikill. Grunsemdir eru uppi um að Þorsteinn hafi glímt við svokallaða ráðherraveiki. Sú veiki lýsir sér í fráhvörfum þegar fólk hefur setið á ráðherrastóli en snýr aftur í þingsal sem óbreytt.