Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ræður 130 manns í miðjum heimsfaraldri: „Þetta er efnahagslega gott fyrir samfélagið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmar Vilhjálmsson varð fyrst landsþekktur fyrir að drekka ógeðsdrykki og stunda símahrekki í sjónvarpsþættinum 70 mínútur. Mörgum árum síðar er hann orðinn þekktur viðskiptamaður og er að opna tvo nýja staði í miðjum heimsfaraldri. Í viðtali við Mannlíf ræðir hann æskuárin, föðurhlutverkið, framann, fyrirtækin og síðast en ekki síst, sjálfan sig.

 

Þrátt fyrir að hafa ekki gengið menntaveginn hefur Simmi gert ansi margt, jafnvel meira en flestir, og hefur fjölmörg störf og verkefni á ferilskránni. Nú í júní bætast tvö verkefni við, Barion Bryggjan á Granda og Minigarðurinn.

Lestu nánar um málið í nýjasta Mannlíf

„Ég fékk ábendingu um að Bryggjan væri orðin þrotabú, sem kom mér á óvart því ég hélt að staðurinn gengi vel. Ég mundi að þar var ansi gróft og fallegt innbú og kom í þeim tilgangi að skoða innanstokksmuni með það í huga að kaupa og nýta á mínum stöðum. Ég féll fyrir staðnum og ákvað að kaupa allt. Ástæðan fyrir því að ég hræðist það ekki er að við eigum fyrir Barion í Mosfellsbæ sem hefur gengið vel og fengið góða dóma, þannig að þetta er minna tilhlaup en að opna nýjan veitingastað frá grunni,“ segir Simmi um Barion Bryggjuna og bætir við að það sem geri verkefnið mjög spennandi sé að þar eru tæki til bjórframleiðslu.

„Er það ekki innst inni draumur allra veitingamanna að gera sinn eigin bjór? Kannski það verði einn svona kastaníubrúnn bjór í boði,“ svarar Simmi aðspurður hvort von sé á Barion-bjór eða Simma-bjór.

„Ég held að þetta geti orðið mjög skemmtilegt stórt verkefni“

Hugmyndina að Minigarðinum hefur Simmi verið með í kollinum í mjög langan tíma, en framkvæmdir hófust í byrjun árs. „Ég er þriggja barna faðir og maður þekkir það að vilja gera sér dagamun með börnunum og mér fannst alltaf fátt vera í boði fyrir okkur til að njóta saman. Minigarðurinn mun bjóða upp á samverustund fyrir fjölskylduna, og mun einnig ná til breiðs hóps, hann er mjög góður vettvangur fyrir hópefli og fólk í fyrirtækjum til að koma og spila saman, keppa, drekka og borða og svo getur þetta líka verið skemmtileg byrjun á kvöldi sem partístaður. Ég held að þetta geti orðið mjög skemmtilegt stórt verkefni,“ segir Simmi, en ástæðan fyrir langri meðgöngu hugmyndarinnar er meðal annars leit að hentugu húsnæði fyrir starfsemina. „Það eru ekki margir 2.000 fm staðir miðsvæðis í boði, við ætluðum fyrst að gera þetta í Holtagörðum með Reitum, þar eru ansi margir fermetrar ónýttir af gömlu Hagkaups- og Bónusplássi. Reginn sá hins vegar ljósið með okkur hinum megin við götuna og staðsetningin er frábær.“

Opnun tveggja nýrra staða veldur því að ráða þarf margt starfsfólk, eða um 130 manns. Hvernig er sú tilfinning á tímum kórónuveirufaraldursins, á meðan mörg önnur fyrirtæki eru að segja upp sínu starfsfólki? „Það er ótrúlega gaman. Mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað nýtt, hvort sem það er COVID eða ekki COVID, en það að geta gert það á þessum tímum gefur því meiri ánægju, ég viðurkenni það. Það er rosalega gaman að geta ráðið fólk til starfa sem var farið að sjá fram á það að hafa ekkert að gera,“ segir Simmi.

- Auglýsing -

„Þetta er efnahagslega gott fyrir samfélagið. Fólkið fer frá því að vera kostnaður fyrir samfélagið, í formi atvinnuleysisbóta, í það að verða skattgreiðendur og virkir neytendur þannig að margfeldisáhrif hvers starfs eru mjög verðmæt fyrir samfélagið. Þetta er gefandi ferli og rekur mann áfram í að vilja flýta því og ég hef reynt að ýta við hlutum alls staðar til að geta opnað Barion Bryggjuna um sjómannadagshelgina. Minigarðurinn verður opnaður 19. júní.“

Lestu viðtalið við Simma í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -