Tveir þjófar létu greipar sópa um bifreið í gærkvöldi og höfðu á brott með sér reiðufé og greiðslukort. Komust þeir undan í bifreið þar sem límt hafði verið yfir númeraplötur.
Stuttu síðar barst lögreglunni tilkynning vegna sömu þjófa sem reyndu að spenna upp hurð að fyrirtæki. Sjónarvottur fylgdist með æur leyni og hafði samband við lögreglu sem mætti á vettvang.
Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 105, grunaður um eignaspjöll. Annar var handtekinn í Garðabæ vegna gruns um ræktun fíkniefna. Á heimili mannins fundust fíkniefnaplöntur, búnaður sem notaður er við ræktun auk fíkniefna.
Að lokum voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.