Drukknir og dópaðir ökumenn settu sinn lit á móttina og gærkvöldið. Tveir slíkir voru handeknir í austurborginni. Annar þeirra var hendtekinn eftir að hafa farið í leyfisleysi inn í bifreið. Maðurinn var með fíkinefni í fórum sínum. Honum var sleppt eftir yfirheyrslu.
Ökumaður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið tekinn fyrir hraðakstur. Sá ók á 108 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund.
Rán var framið í verslun í Breiðholtinu. Ræninginn var handtekinn og hann vistaður í fangaklefa. Hann svarar til saka í dag. Á sömu slóðum voru slagsmál fyrir utan skemmtistað. Lögreglan stillti til friðar og tók skýrslur af fólkinu. Enginn handtekinn vegna uppnámsins.
Dópsali var handtekinn og læstur inni í fangaklefa vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna.
Lögregla sinnti útkalli þar sem óvelkomnum og ölvuðum aðila var vísað á brott. Sá ruglaði var vistaður í fangaklefa sökum ástands.
Bifreið var stöðvuð í akstri og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einnig grunaður um að aka sviptur ökuréttindum. Þá voru skráningarmerki ökutækisins fjarlægð þar sem ekki hafði verið staðið skil á tryggingum. Ökumaðurinn margbrotlegi var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt var um grunsamlegan mann að ganga á milli bifreiða og opna dyr. Sá fannst ekki þrátt fyrir leit.
Tvívegis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna búðaþjófa. Málin afgreitt á vettvangi.
Óskað var eftirf aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar. Minniháttar áverkar. Málið til rannsóknar.
Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem tjónvaldur ók af vettvangi án þess að gera grein fyrir gjörðum sínum. Sá seki fannst stuttu síðar og mál hans var afgreitt á vettvangi.
Umferðaróhapp varð í gærdag þar sem ekið var á gangandi barn. Drengurinn hlaut áverka á fæti og var fluttur á sjúkrahús. Lögregla gerði viðeigandi ráðstafanir eftir slysið og óskað var eftir því að öryggi verði bætt á gatnamótunum þar sem slysið varð.