Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Ræningjar á ferð í Grindavík um jólin – Gaskútaþjófar náðust á myndband en lögregla áhugalaus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ræningjar hafa farið ránshendi um Grindavík ef marka má frásögn Arons Ágústsson íbúa í Grindavík. Hann segir að gaskútar hafi horfið frá sér og nágrönnum sínum. Þetta uppgötvaði hann í gær þegar hann lagði leið sína í bæinn yfirgefna.  Vefmiðillinn Vísir greinir frá þessu og ræðir við Aron sem lýsir undrun sinni á því að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast.

„Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við Vísi.

Nágranni Arons náði tveimur mönnum á myndband í öryggismyndavél. Hann hringdi í  lögregluna til að tilkynna atvikið en fékk þau svör að hann ætti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra.

Ströng gæsla er allan sólarhringinn við þrjár inngönguleiðir til Grindavíkur. Mannlíf ræddi í gær við björgunarsveitarmann sem var við gæslu á mörkum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hann sagðist hafa fyrirmæli um að hleypa engum inn í bæinn nema spyrja um lögheimili viðkomandi. Engir nema Grindvíkingar mættu fara um Grindavíkurveg.

Varðskýli vestan Grindavíkur.

Aron gagnrýnir í samtali við Vísi að gæslan sé laus í reipum og þess vegna komist óprúttnir aðilar inn í bæinn. „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -