Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Rafn Franklín er umhverfisvænn: „Trúi að gæðameiri matvörur muni síðar meir spara mér læknakostnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar að þessu sinni Rafn Franklín, þjálfari og heilsuráðgjafi hjá Hreyfingu heilsulind.  Ásamt því rekur hann einnig lítið fyrirtæki og hlaðvarp sem kallast 360 Heilsa þar sem hann fær ýmsa heilsusérfræðinga í viðtöl og fræðir hlustendur um leiðir til að efla heilsuna sína og lífsstíl. Hrafn býr í Garðabæ eins og er en er á leiðinni yfir í Mosfellssveit að uppfylla langþráðan draum um „sveit í borg“ stemningu með stutt í náttúru, hænur í garðinum og fleira skemmtilegt.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?
Ég spara yfirleitt lítið í þeirri deild. Ég fórna ekki gæðum í mat fyrir verðmiða. Ég legg áherslu á að kaupa lífrænar vörur þegar kostur gefst, kjötmeti beint frá býli eða traustum uppruna og dýrari olíur þar sem þær eru nær undantekningarlaust gæðameiri en þær ódýrari. Ég trúi því að meiri eyðsla í gæðameiri matvörur muni síðar meir spara mér lyfja- og læknakostnað.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?
Já, en ég mætti eflaust gera betur í þeim efnum. Ég flokka rusl, pappa, dósir, rafhlöður og þess háttar á heimilinu. Svo förum við reglulega með illa nýttan fatnað í Rauða krossinn eða Hjálparstarf kirkjunnar. Við höfum einnig tekið að okkur gömul húsgögn heima og gert þau upp og gefið nýtt líf ásamt fleiru. Ef ég þyrfti að gefa eitt ráð væri það einfaldlega að staldra við áður en þú kaupir eitthvað eða hendir einhverju og nota hugmyndaflugið.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?
Þegar ég versla mat eru gæði og hollusta í fyrirrúmi. Ég vel yfirleitt íslenskt fram yfir erlent og elska að versla góðar sælkeravörur frá íslenskum smáframleiðendum.
Ég hef ekkert sérstaklega gaman af því að versla föt og geri því lítið af því og spái ekki nógu mikið í efnum sem eru notuð eða hvaðan þau eru. Ég á þó nokkrar skyrtur og boli úr lífrænum bómul sem mér líður voða vel í. Svo á ég frábæra sæng frá lopidraumur úr 100% hreinni íslenskri ull án allra eiturefna sem er í miklu uppáhaldi hjá mér!

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?
Ætli það sé ekki græjur af allskyns tagi. Ég er pínu dellukall og fæ reglulega æði fyrir hinu og þessu. Þá á ég það oft til að sökkva mér ofan í viðfangsefnið og kaupa mér allskyns græjur í kringum það. Yfirleitt er það þó eitthvað sem ég nýti vel en stundum eitthvað sem endar sem ryksafnari í geymslunni.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?
Hún gerir það klárlega og ég geri mitt besta til að leggja mitt af mörkum. Heilbrigður neytandi er umhverfisvænni neytandi. Breytingin byrjar hjá einstaklingnum og hver ber ábyrgð á sér sjálfum.

- Auglýsing -

Tökum ábyrgð á eigin heilsu og tökum meðvitaðari ákvarðanir í því sem við setjum í okkur og á.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -