Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi, eða 56 þúsund manns, hafa stótt stafrænt ökuskírteini í síma frá því að útgáfa þeirra hófst þann 1. júlí, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Slík skíteini jafngilda hefðbundu ökuskírteini, fyrir utan að þau gilda eingöngu á Íslandi. Tilgangurinn með þeim er að notendur geti sannað ökuréttindi sín, eins og fram kemur í blaðinu.
Þar er greint fá því að á síðasta árið hafi 741 ökumenn sem ekki höfðu ökuskírteini meðferðis við akstur verið sektaðir. En sé ökuskírteini ekki haft meðferðis við akstur getur sektin varðað allt að 10.000 krónur. Sektir við slíku brotu hafi því jafngilt 7,5 milljónum króna í fyrra.