Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því á Instagram í gær að rafræn ökuskírteini verði að veruleika í lok júní, ef allt gengur að óskum. Íslendingar geti haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní, ef allt gengur upp.
„Það eru núna í gangi síðustu prófanir á stafrænu ökuskírteini og það verður aðgengilegt núna í lok júní inni á Ísland.is,“ sagði Áslaug og birti mynd af sjálfri sér vera að sækja prufu af stafrænu ökuskírteini.
Ríkislögreglustjóri og Stafrænt Íslands hafa unnið að þróun verkefnisins undanfarna mánuði.