Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Raggi Sót sextugur: „Það er betra að vera latur og nenna því en að vera duglegur og nenna því ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnmálamaðurinn Logi Einarsson, sendir vini sínum og fyrrum samherja í hljómsveitinni Skriðjöklum, Ragnari Gunnarssyni – Ragga Sót – skemmtilega afmæliskveðju.

Logi Einarsson. Mynd/Hallur Karlsson.

„Vinur minn Raggi Sót á stórafmæli í dag. Hann er með allra skemmtilegustu mönnun og ég hefði gjarnan viljað lyfta með honum einni hestaskál í tilefni dagsins en það verður ekki þar sem hann flúði athyglina til útlanda með Guðbjörgu sinni.“

Skriðjöklar árið 1985.

Logi bætir þessu við:

„Raggi er ekki bara orðheppinn og fyndinn, hann er líka djúpur heimspekingur, þegar sá gállinn er á honum.“

Logi segir skemmtilega frá því þegar Raggi stundaði nám og var lítt áhugasamur.

„Þegar hann var yngri stundaði nám í Iðnskólanum á Akureyri og það kom í hlut tengdapabba, Sigurðar Óla, að kenna honum stærðfræði. Á þessu áhyggjulausa æviskeiði lífsins var hugur Ragga gjarnan víðsfjarri náminu og einhverju sinni misbauð tengdapabba hyskni piltsins og sagði hann latann. Raggi svaraði á svipstundu:

- Auglýsing -

„Það má vel vera Sigurður Óli, en það er betra að vera latur og nenna því en að vera duglegur og nenna því ekki.“

Kæri vinur, til hamingju með daginn og takk fyrir áratuga samneyti og vinskap!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -