Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Ragna á Laugabóli er látin – Víða flaggað í hálfa stöng

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna Aðalsteinsdóttir, eða Ragna á Laugabóli, var fædd þann 6.febrúar árið 1925. Hún átti þrjú börn sem hún kom ein á legg. Ragna hélt búskap á Laugabóli í áratugi en flutti á dvalarheimilið Eyri á Ísafirði fyrir nokkrum árum. Hún lést á Ísafirði í morgun, 97 ára að aldri.

Hörmungarsögur Rögnu eru ófáar. Hún hafði misst meira en er á nokkurn mann leggjandi. Tvö af þremur börnum hennar, Bjarki Vestfjörð og Bella Vestfjörð eru látin. Bjarki lést árið 1989 í snjóflóði á Óshlíð sem liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Sex árum síðar lést eina dóttir Rögnu, Bella, ásamt dóttur sinni, Petreu, í snjóflóði í Súðavík.  Sonur Bjarka, Ragnar, lét lífið í bílslysi. Eini eftirlifandi sonur Rögnu er Garðar Smári Vestfjörð.

Þrátt fyrir síendurtekin áföll stóð Ragna bein í baki, hún hélt áfram sínum búskap ásamt því að hjálpa mönnum sem glímdu við alkóhólisma að koma sér á strik. Allir voru velkomnir á Laugaból. Margir náðu árangri eftir dvölina hjá Rögnu en hún missti þó ófáa fóstursyni sína, eins og hún sjálf kallaði þá.

Ragna var þekkt fyrir góðmennsku og dugnað. Hún var hörkutól og lét ekkert stöðva sig. Margir minnast Rögnu með yl í hjarta enda mörg líf sem hún snerti. Hún vildi engum, hvorki dýrum né mönnum, nokkuð illt.

Árið 2006 kom út örlagasaga Rögnu, Ljósið í djúpinu, sem naut mikilla vinsælda.

Mannlíf sendir aðstandendum Rögnu innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -