Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ragnar Erling Hermannsson vill milljarð til að kaupa hús fyrir fíkla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Erling Hermannsson, Raggi Turner, talar í viðtali við Hörpu Mjöll Reynisdóttur meðal annars um hvers vegna hann fór út í neyslu, gistiskýlið úti á Granda þar sem hann sefur á næturna, hann minnist á fordómana í samfélaginu, reynslu sinni af geðdeild og drauminn um stórt hús jafnvel fyrir utan Reykjavík þar sem hægt væri að búa til samfélag. Og hann talar um milljarðinn sem þarf til þess.

 

 

Lífsganga hans sem er kallaður Raggi Turner hefur verið þyrnum stráð.

Hvernig byrjaði neyslusagan?

„Ætli það hafi ekki verið þegar ég afneitaði sjálfum mér á gelgjuskeiðinu, kynþroskaaldrinum. Ég hugsaði að það hlyti að vera rétt sem allir voru að segja við mig; einelti og dót og ég bara trúði því. Ég man ekki eftir að himnarnir hafi opnast en ég man eftir að hafa verið að pína áfengi í mig. Það voru allir aðrir að því. Það voru allir aðrir að gera það. Umhverfið var að segja mér að það væri það réttasta. Þetta er mitt sár,“ segir Raggi í viðtali við Hörpu Mjöll Reynisdóttur.

- Auglýsing -

Hann segir að áfengi hafi aldrei gert mikið fyrir sig. Aðra sögu sé að segja um kannabis.

„Þetta byrjaði með áfengi. Kannabis. Þetta hefur aldrei verið „ég verð að fá“. Mér hefur bara fundist það gott. Ég hef fengið mér aðeins til að létta mér upp. Aldrei meðvitað. „Vá hvað ég þarf að slökkva niður tilfinningar!“ Ég hef aldrei hugsað þannig meðvitað.“

Ragnar Erling Hermannsson
Ég bjó á kristilegu meðferðarheimili í Brasilíu í fjögur ár og þar var stórt, opið rými þar sem allir sváfu.

Þá koma klærnar fram

- Auglýsing -

Raggi er heimilislaus og gistir í gistiskýli úti á Granda.

„Það er opið frá fimm til 10; fimm um eftirmiðdag til 10 næsta morgun.“

Hvað gerist ef þið farið ekki út klukkan 10?

„Hringt á lögregluna. Ég prófaði það um daginn og það voru ekki stelpurnar sem eru að vinna þar heldur fengu þær símtal.

Mér finnst bara svakalega óréttlátt hvernig þessar reglur eru settar upp gagnvart starfsfólkinu sem þarf að framfylgja þeim gagnvart þeim sem eru að nota þjónustuna.

Ég fór áðan upp á félagsmálastofnun uppi á Laugavegi og það kom kona og hún var alveg sturluð. Af því að fólk er með svona vonda tengingu við þetta kerfi.

Þegar ég og maðurinn minn fyrrverandi vorum að byrja saman þá ætlaði hann að athuga hvort hann gæti fengið einhverja félóaðstoð meðan hann væri atvinnulaus og á milli starfa. Þá var ég með allt of háar tekjur. Þá vorum við búnir að gifta okkur reyndar. Þá var það tvöfalt meira heldur en hjónaupphæðin er. Og þessi kona sem sat fyrir framan okkur sem sagði okkur þetta var svo miður sín. Fyrir utan það getur hann aldrei orðið íslenskur ríkisborgari af því að hann sótti um hjá féló.“

Er hægt að breyta einhverju í þessu kerfi?

Aftur að gistiskýlinu.

Raggi er beðinn um að lýsa aðstæðum þar og segir hann að hann sofi í fínu, góðu og hreinu rúmi.

„Það eru þrjú svefnherbergi á Granda. Það eru fjögur, sex og fimm rúm. Það fer ekkert illa um okkur. Ég bjó á kristilegu meðferðarheimili í Brasilíu í fjögur ár og þar var stórt, opið rými þar sem allir sváfu. Það er aðallega prævasíið og annað. Það er bara þessi dínamík með að þurfa að fara út klukkan 10. Allt annað er bara „vá, takk“. Þær þurfa að þrífa eftir okkur skítinn, þessar elskur; fólk sem hefur jafnvel aldrei verið í neyslu og þekkir það ekki einu sinni. Og svo bara sprautunálar og annað. Bara vá! Ótrúlegt!“

Raggi segir að ekki komist allir að sem þurfi skjól. „Það voru settar nýjar reglur í sumar um 18 manna hámark. Það er ekki Dagur eða Heiða sem þurfa að gera það. En þau sjá um að það sé gert. En það eru þau sem þurfa að framfylgja því og fólk hefur verið miður sín. Kona sem er að vinna þarna var miður sín þegar hún þurfti að setja drenginn fárveikan út í rigninguna. Þannig að ég spyr: Er hægt að breyta einhverju í þessu kerfi?“

Það var grenjandi rigning um daginn og við erum ennþá kvefaðir eftir þessa tvo daga.

Karlarnir í gistiskýlinu þurfa að fara út í hvaða veðri sem er.

„Það var grenjandi rigning um daginn og við erum ennþá kvefaðir eftir þessa tvo daga. Það var svo blautt og það var svo kalt.

Ég er alveg góður en það eru félagar mínir sem deyja fyrir framan mig. Ég er ekki að tala um neitt annað. Þegar er farið að vega að þeim sem mér þykir vænt um þá koma klærnar fram.“

Ragnar Erling Hermannsson
Þeir sem eru að þjást af fíknisjúkdómum eiga bara svolítið heimtingu á reisn og mannvirðingu.

Þau styðja okkur

Frú Ragnheiður, sem er skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, berst í tal og segir Raggi að það úrræði gagnist þeim sem það þurfa fullkomlega.

„Þær eru búnar að skapa vettvang þar sem fólk getur notað shameless. Á skammar. Án þess að verið sé að segja „ætlar þú ekki að fara að drífa þig í meðferð?“.

Það eru svakalega góð viðbrögð frá fólki.

Neyslurýmin eru örugglega búin að bjarga mörgum mannslífum af því að þau fá að vera þar inni og það er ekkert áreiti. Svo mæta þau með fægiskóflu. Það verður að gera þetta fyrir fíklana. Þeir sem eru að þjást af fíknisjúkdómum eiga bara svolítið heimtingu á reisn og mannvirðingu. Það eru nú ekkert allir hrifnir af þessu eins og kallinn minn fyrrverandi; hann var ekkert hrifinn af því þegar ég fór að líkja réttindabaráttu svartra, kvenna, trans og hinsegin við okkar baráttu: Fíkla. Ég er ekkert sammála því. Ég mun hiklaust líkja þeim saman að því leytinu til; ég er að tala um stigmað í samfélaginu. Stigmað í samfélaginu er það sama og þegar Hörður Torfa var barinn og hrækt á hann fyrir 30 árum. Stigmað er svakalegt. Ég hefði aldrei trúað því. Ég er búinn að vera í hommaheimum og það er ekkert minni neysla þar; það er bara annar vettvangur. Þegar ég kom þarna niður eftir þá komst ég inn í „moodið“ og sá ok, það er absolute stigma. Það eru algerir fordómar í samfélaginu. Þetta er svo vandmeðfarið. Nú ætla ég ekki að segja að það sé algert stigma og fordómar í samfélaginu af því að íslenska þjóðin hefur svo sannarlega sýnt annað með stuðningi og viðbrögðin við okkar umfjöllunum í fjölmiðlum undanfarna daga; ég ætla að taka þessi orð til baka að miklu leyti af því að það eru svakalega góð viðbrögð frá fólki. Þau styðja okkur.“

Ragnar Erling Hermannsson
Þú tekur ekki á móti mér nema einu sinni með því að vísa mér í burtu af því að ég er ekki í nógu góðu ástandi til þess að fara að hitta fíknisérfræðingslækni.

Engin innvortis heilun

Raggi segist einu sinni hafa prófað að leita til geðdeildar.

„Ég geri það aldrei aftur. Þú tekur ekki á móti mér nema einu sinni með því að vísa mér í burtu af því að ég er ekki í nógu góðu ástandi til þess að fara að hitta fíknisérfræðingslækni. Þetta er brandari. Það er verið að gera grín að okkur. Í raun og veru þá hefur þetta fólk þarna; núna er ég ekki að tala um the nurses on the floor en geðlæknarnir og þeir sem eru ofboðslega menntaðir og flottir – ég og félagi minn fórum þangað í morgun en hann ætlaði að nálgast lyfin sín. Hann titrar þegar hann fer þarna inn vegna viðbragðanna sem hann fær þegar hann kemur þarna inn. Ég ætla að fá að segja það hreint út: Vá hvað ég er þakklátur fyrir að fá vettvang til þess. Þetta fólk hefur ekki hundsvit á því sem það er að gera af því að ef þú skilar einstaklingi frá þér þótt þú heitir eitthvað „meðferðarklínískur geðlæknir“ eða „sálfræðingur“ eða what ever; ef fólki líður svona eins og hann gerði, titrandi, þá veit viðkomandi ekki hvað hann er að gera. Please, stop! Þetta geðbatteríisdót; jú, þetta er að halda fólki á lífi. SÁÁ er að halda okkur á lífi. Þau eru að halda okkur frá því að vera akkúrat núna í neyslu. Það detta allir í það aftur. Núna er ég að segja að við erum öll í þessari hringrás. Ég er búinn að vera AA-maður síðan ég var 19 ára. Af því að samtök sem eru búin að lifa af í 90 ár they have something to say. Samtök eins og AA á Íslandi; þetta eru 300 fundir á viku. Þau halda fólki frá því að vera að stúta sér núna. En það er engin innvortis heilun sem við fáum því miður hvergi í augnablikinu í því batteríi sem er til.

Hvað er meira í boði? Það er grúppa. Spurðu þau hvað er meira í boði. Það er ekkert. Þegar einhver dettur í það eftir fimm til 10 ár og fer á sama stað: Hvað segir það okkur?“

AA-samtökin mega bara eiga það skuldlaust að það hafa milljónir orðið alveg edrú í 30-40 ár.

Þetta snýst meira um að lifa?

„Algjörlega. Ekki vera að drepa mig núna með vodka. AA-samtökin mega bara eiga það skuldlaust að það hafa milljónir orðið alveg edrú í 30-40 ár. Ég veit að það er fólk þarna úti sem er bara að reyna að finna lausnir fyrir okkur með húnæsði og allt. Ég var með eina í símanum áðan: Minn draumur er að komast að í húsnæði, helst stórt, kannski aðeins fyrir utan Reykjavík. Ég hef fengið raunveruleg verkfæri til heilunar frá fólki sem ég þekki; sem ég kynntist uppi á Kjalarnesi. Raunverulegt verkfæri. Og það heitir bara tromma. The frequency of the sound. Hljóðbylgjurnar. Þær heila.“

Ragnar Erling Hermannsson
Nú er alheimurnn að segja it’s time, everybody united. Help each other. Hjálpið hvert öðru.

Okkur vantar bara einn

Raggi er spurður hvað hann vilji sjá gert fyrir hann og þá sem eru í sömu sporum.

„Akkúrat núna að við þurfum ekki að fara út í kuldann. Svo að vita hvort það séu ekki einhverjir þarna úti; á ég að kalla þá sægreifana? Elsku bestu HB Grandi, Samherji og allir þið sem eruð með milljarðana okkar: Okkur vantar bara einn. Og ég skal bjarga þessu. Ég skal redda þessu svona. Watch me. Einn milljarð af þessum hundruðum sem þið eruð að skipta á milli ykkar í gróða og arð. Okkur vantar bara einn. Þá get ég keypt húsnæði, stórt og mikið.“

Hann talar um að þar væri hægt að búa til samfélag þar sem sköpuð yrði orka í umhverfinu og þar sem fólki liði alltaf vel.

„Og það er hægt. Ég hef búið í þannig samfélagi á Skrauthólum hjá Lindu minni á Kjalarnesi. Konan sem sá til þess að ég get setið hér í dag without shame og notað orkuna mína til þess að gagnrýna. Hún heitir Linda Mjöll Stefándsóttir og hún kenndi mér að skammast mín ekki fyrir hver ég er. Það varð til þess að ég get notað orkuna mína á þann hátt eins og maður á að gera. Þessi kona er búin að vera með andlegt samfélag uppi á Kjalarnesi í nokkur ár. They know the healing stuff, skilurðu.

Það er hægt að redda heimilislausavandanum og fíknivandanum.

Nú er alheimurnn að segja it’s time, everybody united. Help each other. Hjálpið hvert öðru. Aðstoðið. Gerið eitthvert gagn sem komið hingað á jörðina. Now it is. Núna er tíminn. Fyrir kortéri síðan hefði þessi umfjöllun aldrei gengið af því að núna er hugarfar fólks, samkennd og annað, bara að rísa. Og mér finnst það geðveikt að fylgjast með því. Það er hægt að redda heimilislausavandanum og fíknivandanum; það yrði meðfærilegra að fá húsnæði þar sem við gætum bara verið með þessi verkfæri, með þetta compassion; samkenndarorkuumhverfi. Við sendum alltaf fólkið aftur út í samfélagið sam skapaði draslið. Það er enginn árangur að fara að nást.

Þegar þú kemur úr meðferð þá þyrftir þú bara að vera í samfélagi sem væri eins og Krísuvík til þess að halda áfram. Þegar þú kemur í Krísuvík er beautiful orka. En hún er ekki til staðar í miðbæ Reykjavíkur.“

Ragnar Erling Hermannsson
Ef þú átt milljarða inni á bók; elsku hjörtun mín. Þessir sjóðir eru ekki að gagnast neinum inni á bankabók en þú getur gert svo brjálæðislega fallega hluti bara með því að hringja. Það þarf enginn að vita hvert þú ert. Bara let’s do it. Kaupa hús.

Ef þú átt milljarða inni á bók

Raggi vill þakka fyrir stuðninginn.

„Fólk hefur komið með vindlakassa og alls konar niður á skýli til okkar. Takk. It really helps. Takk fyrir stuðninginn. Það hjálpar mér að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Ef ég væri ekki að finna allan þennan meðbyr frá samfélaginu þá væri ég bara að fara að keyra strætó. Þá væri ég bara að að fara að gera eitthvað annað. Af því að það er það sem knýr mig áfram. Þannig að takk fyrir það. Ég er ekki að fara að hætta þessu svo framarlega sem við stöndum öll saman og nú ríður á það hver er þarna úti. Ef þú átt milljarða inni á bók; elsku hjörtun mín. Þessir sjóðir eru ekki að gagnast neinum inni á bankabók en þú getur gert svo brjálæðislega fallega hluti bara með því að hringja. Það þarf enginn að vita hvert þú ert. Bara let’s do it. Kaupa hús. Það væri hægt að gera þetta á mjög einfaldan og fljótlegan hátt þannig að það væri hægt að redda rosalega miklu. Okkur vantar rosalega mikið af peningum akkúrat núna og ég trúi því að bara einhver einn aðili geti það.

Þetta er ekki smart ef það á aldrei að gera neitt við það.

Please sýnið okkur að ykkur sé ekki sama. Sjávarútvegsfyrirtæki. Fjármálafyrirtæki. Þessir milljarðar sem fólk er að stæra sig af að vera gróði og hagnaður af þessum fyrirtækjum; þetta er ekki smart ef það á aldrei að gera neitt við það. Þannig að ég er svolítið þarna: Minn draumur er stórt og mikið húsnæði til að búa til þetta samfélag. Þannig að er einhver með mér í því?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -