Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Ragnar Freyr: „Stjórnvöld hafa brugðist okkur tvívegis á liðnum mánuðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er ómyrkur í máli í opinni færslu á Facebook síðu sinni í garð íslenskra stjórnvalda.

Ragnar Freyr sem þekktur er sem læknirinn í eldhúsinu segir stjórnvöld hafa brugðist íslensku þjóðinni í tvígang undanfarna mánuði í tengslum við baráttuna við Covid-19 heimsfaraldurinn: Í fyrsta lagi með því að opna landamæri upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnarlæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast Segir Ragnar Freyr og bætir svo við: Í öðru lagi, og mun alvarlegra, er að hafa vanrækt að efla Landspítala til að takast á við þessa bylgju. Til þess hafa þau haft marga mánuði. Mönnun hefur verið einstaklega bágborin í sumar, ráðningar afleysingafólks takmarkað, fjöldi legurýma lokað bæði á almennum deildum og gjörgæsludeild“.

Þá segir Ragnar að fjölmiðlar hafi ekki veitt því sérstaka eftirtekt hve fá smit þurfti til þess að spítalinn færi á hættustig en einungis þurfti þrjár innlagnir til þess. „Þrjár innlagnir! Hættustig!“ segir hann að endingu í færslu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -