Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Ragnar Jónasson í öðru sæti hjá Der Spiegel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson situr nú í öðru sæti á met­sölu­lista þýska miðils­ins Der Spieg­el. 

Enginn íslenskur rithöfundur hefur náð þeim árangri síðustu fimmtán árin, síðasta íslenska bókin sem náði viðlíka sölu í Þýskalandi var Napóleonsskjölin eftir Arnald Indriðason árið 2005.

Ragnar segir í samtali við mbl.is að hann eigi bágt með að trúa þessu: „Ég eig­in­lega trúi þessu ekki. Maður horf­ir á þetta og skil­ur þetta eig­in­lega ekki,“ seg­ir Ragn­ar á mbl.is. „Ég hefði bara aldrei trúað því að ég kæm­ist á þenn­an met­sölu­lista yf­ir­höfuð. Hvað þá í annað sæti.“

Dimma er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum um lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur og fyrirhugað er að bók númer tvö, Drungi, komi út í júlí í Þýskalandi og sú þriðja, Mist­ur, komi út í sept­em­ber.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -