Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Ragnar læknir segir samfélagið eiga inni afléttingar: „Hvenær hættir sjúkdómur að vera hættulegur?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður hlýtur þá að spyrja sig hvenær hægt er að hætta að tala um eitthvað sem ógn við almannaheill?,“ skrifar Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid- göngudeildar Landspítala á Facebook síðu sína í gær.

Veltir Ragnar þeirri spurningu fram í færslunni hvenær sjúkdómurinn hætti að vera hættulegur og bendir á að enginn þríbólusettur hafi lagst inn á gjörgæslu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann framhaldið varfærin skref.
„Ég styð það að við tök­um var­fær­in skref til baka en þetta er kannski full var­lega stigið til jarðar“. Bætti hann við að þar sem skellt hafi verið í lás á ákveðnum forsendum sem ekki raungerðust skuldi þau hreinlega samfélaginu að aflétta.
Færslu Ragnars má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Straumhvörf í Covid-19 faraldrinum á Íslandi?
Við höfum tekist á við Omikron í tæpa tvo mánuði.
Tugþúsundir hafa smitast og um hundrað hafa lagst inn, rúmlega helmingur vegna sjúkdómsins en hinn vegna annarra vandamála. Einkenni hafa alla jafna verið væg.
Enginn hefur lagst inn á gjörgæslu sem hefur verið þríbólusettur.
Eins og ég hef áður nefnt – Covid-19 hefur gjörbreyst á liðnum vikum!
Maður hlýtur þá að spyrja sig hvenær hægt er að hætta að tala um eitthvað sem ógn við almannaheill?
Hvenær hættir sjúkdómur að vera hættulegur?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -