Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ragnar og María keyptu kastalann: Sjáðu myndirnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Jónasson, rithöfundur, skundaði árið 2009 fram á ritvöllinn með frumraun sína, glæpasöguna Fölsk nóta. Arnaldur og Yrsa réðu þá lofum og ríkjum á jólabókamarkaðinum og svo virtist sem ekkert rými væri fyrir aðra glæpasöguhöfunda. Ragnar sýndi fram á enn og aftur að þolinmæði og dugnaður er dyggð og hefur síðan þá gefið út eina bók á ári og hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum. Ragnar er einnig lögfræðingur og var um tíma yfirlögfræðingur Gamma og sýslaði þar með fjárfestingarsjóði.

Sala og samningar erlendis hafa gefið vel af sér og nú hefur rithöfundurinn ásamt eiginkonu sinni, Maríu Margréti Jóhannsdóttur, keypt eitt dýrasta og glæsilegasta einbýlishús höfuðborgarinnar, sjálft Kastalahúsið á Sólvallagötu.

Ragnar er frá Siglufirði, virðist á stundum forn í hugsun og er meðal annars mikill aðdáandi Agatha Christie, hinnar gömlu drottningar sakamálasögunnar.

Kastalahúsið er ævintýralegt, stórt og mikið og yfir tvö hundruð fermetrar og væri fyrirtaks fyrirmynd að sögusviði þar sem voveiflegir atburðir eiga sér stað!

En hvað segja fasteignasalar um Kastalahúsið. Jú, húsið er byggt árið 1925 og er um 240 fermetrar að stærð. Í húsinu er að finna þrjú baðherbergi sem hafa flísar á gólfi og veggjum.

- Auglýsing -

Stutt er síðan eldhús var tekið í gegn, skápapláss er gott og gegnheilt viðarparket á gólfi og lúxusinn er að þar er gólfhiti.

Þá eru nokkrar glæsilegar stofur, tveir eru setustofur og svo falleg borðstofa.

- Auglýsing -

Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi en þau voru öll endurskipulögð árið 2019. Úr svefnherbergjum er hægt að fara út á fallegar svalir.

Jarðhæðin skiptist í gang, geymslu, þvottaherbergi, gestaherbergi, svefnherbergi, sjónvarpsherbergi og tvær kaldar geymslur.

Þá er garðurinn glæsilegur og skjólgóður garður með nýlegum palli. Garðurinn nær í kringum húsið og er hellulagt allan hringinn. Er hiti undir flestum hellum og þá er líka garðhús sem stendur á hellulögðu planinu.

Fasteignamat kastalans var rétt tæpar 130 milljónir króna. Fyrri eigendur voru Kjar­neplið ehf. sem er í eigu Sturlu Míós Þóris­son­ar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -