Ragnar Þór Pétursson, formaður VR, hefur enn ekki látið ná í sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölmiðla sem vilja vita hver afstaða hans er til brottreksturs allra á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur uppskorið víðtæka fordæmingu vegna fjöldauppsagnarinnar og vægðarleysins í garð starfsfólksins. Eini verkalýðsleiðtoginn sem mælir framferði hennar bót er Vilhjálmur Birgisson á Akranesi sem þá er væntanlega hlyntur fjöldauppsögnum þar sem geðþótti ræður gjarnan för. Guðmundur Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður Eflingar, boðar að hugsanlega verði kallað til félagsfundar og borið upp vantraust á Sólveigu. Hann kallar framkomuna gegn starfsfólkinu „gífurleg afglöp“. Á meðan umræðan geysar er Ragnar Þór, einn harðasti og skeleggasti verkalýðsleiðtogi landsins, týndur og tröllum gefinn ….