Sunnudagur 29. desember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Ragnar Þór gagnrýnir Icelandair: „Þeir voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formaður VR gagnrýnir Icelandair fyrir óþrifnað í flugvélum félagsins í færslu sinni í Facebook.

 

Ragnar Þór kom nýlega heim frá München í Þýskalandi og seg­ir matseðla og aðra bæklinga sem voru í sætisvasanum fyrir framan hann hafa verið illa farna og drulluskítuga. Farþegar eru vanalega hvattir til að kynna sér bæklingana til að kaupa veitingar og varning sem er til sölu í viðkomandi flugvél.

„Þessu lesefni, sem ætlað er farþegum til að panta sér mat og drykk eða versla, er auðsjáanlega hvorki endurnýjað eða þrifið nema að litlu leiti,“ segir Ragnar Þór.

München er ekki skil­greint sem áhættu­svæði, en eigi að síðu komu tveir af þeim 20 sem nú eru greindir með COVID-19 til Íslands með flugi frá München.

„Einhverjir smitaðir hafa komið með þessum vélum dagana áður, og get ég fullyrt að þegar ég tók upp áðurnefnda bæklinga varð mér ekki um sel. Þeir voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir og plöstin litlu skárri og litu út eins og að hafa verið á biðstofu á annasömum stað í c.a. áratug eða meira,“ segir Ragnar Þór og hvetur jafnframt Icelandair til að gera viðeigandi ráðstafanir.

„Svo því sé haldið til haga þá sprittaði ég mig í bak og fyrir eftir að hafa snert á þessum ófögnuði.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -