Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Ragnar Þór segist ekki hafa verið beittur þrýstingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður VR kveðst ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.

„Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Fréttablaðið, spurður af því hvort hann hafi verið beittur þrýstingi um að draga tilmælin tilbaka.

Síðasta föstudag beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Vöktu tilmælin háværar deilur; fjöldi félagsmanna gerði til að mynda athugasemdir við þau og forysta Samtaka atvinnulífsins sendi Seðlabankanum erindi, þar sem farið var á leit við bankann að hann gripi til tafarlausra aðgerða vegna framgöngu stjórnar VR, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga.

Í gær ritaði Ragn­ar Þór félagsmönnum VR bréf vegna málsins og sagðist ætla að leggja það til við stjórn VR að fyrri yf­ir­lýs­ing um sniðgöngu hluta­fjárút­boðs Icelanda­ir yrði dreg­in til baka. Í samtali við Fréttablaðið segir hann margar ástæður vera fyrir því.

„Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnarmönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“

Hann þvertekur fyrir það að það hafi verið ólöglegt að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnarmenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um málið. „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu,“ segir hann í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

- Auglýsing -

Samtök atvinnulífsins vilja enn sem áður að Fjármálaeftirlitið taki málið föstum höndum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -