Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Ragnar Þór vill atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóðanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður VR vill að félagar lífeyrissjóða kjósi sjálfir stjórnir sjóðanna.

„Það er löngu tímabært að sjóðfélagar rísi upp og krefjist þess að atvinnurekendur fari úr stjórnum lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar Þór tjáir sig um málið á Facebook og segir ástæðuna einfalda. „Lífeyrissjóðir landsmanna hafa verið misnotaðir með skelfilegum hætti af fjárglæframönnum atvinnulífsins árum og áratugum saman,“ staðhæfir hann.

„Lífeyrissjóðir landsmanna hafa verið misnotaðir með skelfilegum hætti af fjárglæframönnum atvinnulífsins árum og áratugum saman.“

Af þeim sökum vill Ragnar að sjóðfélagar fari fram á að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum sjóðanna. „Eina sem þarf er einföld lagabreyting um að sjóðfélagar sjálfir kjósi stjórnir sjóðanna,“ skrifar hann.

Með færslunni deilir Ragnar Þór viðtali við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair á Sprengisandi á Bylgjunni, þar sem Bogi sagði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar um kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands.

Í viðtalinu sagðist Bogi reikna með að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði forstjórinn til þess þegar Ragnar Þór hvatti stjórnarmenn sína í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna til þess að þeir beittu sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -