Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ragnheiður fékk hausverk og fleygt út af heilsuhæli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiði Davíðsdóttur var vísað frá Náttúrlækningahælinu í Hveragerði í vikunni eftir grunsemdir um Covid-smit. Hún kvartaði undan hausverk og var í kjölfarið hent útaf hælinu í einum grænum. Henni leið vel á hælinu og segist skilja vel reglurnar sem fylgt var en hefði viljað fá aðeins meiri umhyggju við brottvikninguna. Eftir að vera rekin af Náttúrlækningahælinu var Ragnheiður á götunni. 

„Já, þetta var svolítið harkalegt allt saman. Ég slöpp með mikinn hausverk og bað um parasetamoll. Þá fór allt í gang og hjúkrunarfræðingur mætti í kjölfarið klæddur í hlífðarbúnað. Svo er mér bara sagt að ég verði að fara,“ segir Ragnheiður. Hún var hálfnuð með dvölina á hælinu þegar henni var hent út.

Skilur reglurnar

Ragnheiður segist vel skilja að reglum þurfi að framfylgja og er í raun ekki reið út í starfsfólk Náttúrulæknihælisins. En hún hefði viljað fá aðeins meiri umhyggju á meðan þessu stóð. „Ég þurfti bara að fara í einum grænum hvelli. Bara á stundinni. Þarna þurfti ég að pakka niður með hraði og fara styðstu leið útúr húsinu. Í flýtinum var ég ekki einu sinni spurð að því hvort ég væri nú með bíl fyrir utan og fékk ekki aðstoð með dótið mitt útí bíl,“ segir Ragnheiður. Henni finnst að það hefði verið smartara að leyfa sér að vera í einangrun á herberginu meðan sýnaniðustöðu væri beðið. „Það hefði verið einfalt mál en ég skil svo sem þessar reglur líka að mörgu leyti. Mér fannst þetta bara svolítið harkalegt og hefði þegið að mér hefði verið sýnd aðeins meiri umhyggja í þessum aðstæðum.“

Náttúrulækningahælið í Hveragerði

Var á götunni

Þegar útaf hælinu var komið stóð Ragnheiður frammi fyrir nýju vandamáli. Hún hafði í ekkert hús að vernda og gekk alls staðar á vegg þegar kom að úrræðum. „Maður minn er langveikur og það þýddi ekkert fyrir mig að fara heim. Systir mín er líka með undirliggjandi sjúkdóma þannig ekki gat ég farið þangað. Þá athugaði ég hjá Rauða krossinum og sóttvarnarheimilinu en ég fékk hvergi inni og ég var því beinlínis á götunni. Í alvörunni talað. Það var mjög óþæginleg tilfinning líka. Eiginlega varð ég kjaftstopp yfir þessu og þurfti að hanga út í bílnum í marga klukkutíma“, segir Ragnheiður sem á endanum fann vinkonu sem sá aumur á sér.

- Auglýsing -

Velkomin aftur

Eins og áður sagði var Ragnheiður hálfnuð með dvölina í Hveragerði þegar henni var skyndilega vísað frá. Aðspurð líður henni miklu betur og hefur nú verið tilkynnt að hún sé velkomin aftur á hælið um helgina. „Ég var að segja að allt saman var þetta frekar erfið lífsreynsla. Það er fyrir öllu að ég fékk neikvætt svar í sýnatökunni. Ég skil reglurnar þarna því þarna er fullt af fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Allur er varinn góður en það hefði mátt standa betur að þessu. Þetta var dálítið súrt en ég fæ að koma aftur á sunnudaginn. Núna er ég stálslegin,“ segir Ragnheiður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -