Ragnhildur Sveinsdóttir, fyrrum eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen, hefur höfðað mál á hendur honum.
Verður málið tekið fyrir 11. janúar klukkan 13:30 í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ragnhildur og Eiður Smári skildu árið 2017 eftir langt hjónaband, en saman eiga þau þrjá syni og eina dóttur.
Ekki er ljóst á þessari stundu fyrir hvað Ragnhildur er að stefna Eið Smára, en það er Reimar Snæfells Pétursson sem er lögmaður hennar.
Þorsteinn Einarsson er lögmaður Eiðs Smára.
Eiður Smári er einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, en árið 2021 var honum ekki gjöfult; myndband af honum illa áttuðum vegna ölvunar fór í umferð og síðar á árinu var hann látinn taka poka sinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsiðsins.
Kannski verður árið 2022 Eiði Smára gott þrátt fyrir þessa byrjun.