Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur sagt upp störfum sínum sem aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV eftir fjögur ár í starfi.
Hún greindi frá þessu á Facebook síðu sinni.
Ragnhildur Steinunn segir löngunina vera að koma beint að þáttagerð og framleiðslu efnis:
„Á þessum tímapunkti er löngunin til að koma beint að þáttagerð og framleiðslu efnis ríkari en að sinna alhliða dagskrártengdum málefnum. Ég ætla því að demba mér aftur af fullum krafti í dagskrárgerð hjá RÚV. Hlakka til að leggja áfram mitt að mörkum til að búa til fjölbreytt og gott sjónvarpsefni.“
Ragnhildur hefur starfað hjá RÚV síðan árið 2004 við ýmis verkefni.