Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Rakel Jóhannsdóttir er amma á strandveiðum: „Nei, ég er ekkert eldklár á þessu öllu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrst þegar ég kom hérna var þetta mjög skrýtið. Ég var mjög nervös, hrædd og skelkuð. Algjörlega. Ég keyrði á bryggjuna, bakkaði á og ég gerði allan fjárann. Og þeir stóðu og horfðu á, litu undan og flissuðu en þeir eru að mestu hættir því núna þannig að þeir taka mér mjög vel,“ segir Rakel Jóhannsdóttir, sjómaður á Norðurfirði, í viðtali við Reyni Traustason, þegar hún er spurð hvernig karlarnir, hinir sjómennirnir, taki henni; þetta sé harðsvírað samfélag trillukarla eða strandveiðimanna.

Rakel, sem ólst upp á Hólmavík, er dóttir skipstjóra. Útgerðarmanns. Faðir hennar hét Jóhann Guðmundsson.

Þannig að þarna kemur þetta beint í æð.

„Já,“ segir Rakel sem segir að hún hafi verið mikið á sjó með föður sínum á rækju, grásleppu og hrefnuveiðum.

Hvað kom til að hún fór svo sjálf á sjóinn?

„Það var árið 2014 að ég stóð upp úr skrifstofustarfi sem var búið að vera mjög krefjandi og bróðir minn, Gunnar, bað mig um að vera kokkkur í einn túr á rannsóknarbáti í rækjuleiðangri. Ég fór með viku fyrirvara, kokkaði ofan í 15 manns og fannst þetta algjört frelsi og geggjað.“

- Auglýsing -

Gekk bara vel að kokka?

„Mjög vel.“

Varstu ekkert sjóveik?

- Auglýsing -

„Nei, ég hef aldrei verið sjóveik.

Í janúar 2017 seldi annar bróðir Rakelar bát og hún keypti hann. Og tók pungapróf.

Það hélt áfram og ég var hjá honum; fór að veiða rækju og fleira með honum alveg fram til áramóta 2016. Þá var ég fimmtug. Þá var ég beðin um að koma sem háseti á Árna Friðriksson.“ Tíminn leið og í janúar 2017 seldi annar bróðir Rakelar bát og hún keypti hann. Og tók pungapróf.

Rakel er gift, á tvo uppkomna syni og þrjú barnabörn.

Hvernig tók eiginmaðurinn því að hún ætlaði að kaupa bát?

„Svona bæði og. Ekkert rosalega vel. Ég eyddi sparifénu okkar í þetta en ég er búin að borga það til baka.“

Rakel segist hafa lent í allra handana veseni. Sjókælirinn fór. Og vélin fór. Rakel er spurð hvort hún sé eldklár á þessu öllu; fólk þurfi að hafa svolitla þekkingu á vél og búnaði.

„Nei, ég er ekkert eldklár á þessu öllu. Ég á son sem er lærður skipstjórnarmaður og hann hefur hjálpað mér.“

Þú ert á sjó og það bilar kælir. Hvernig sérðu það?

„Vélin byrjar að hita sig og þú ferð ekkert af stað. Þá er bara að hringja og spyrja hvað ég eigi að gera. Og þá bið ég um drátt í land.

Þessi tjón urðu á þessum fyrstu árum, 2017 og 2018. Svo 2019 var allt komið í lag og búið að vera í lagi síðan.“

Báturinn heitir Bogga.

„Mamma var kölluð Bogga.“

Líka í bókhaldi

Rakel var nýkomin í land á Norðurfirði þegar viðtalið var tekið. Hvernig tekur hún ákvarðanir um hvert hún fer?

„Ég elti bara hina. Ég fer alltaf síðust.“

Það er alltaf einhver sem rambar á fisk.

„Já. Ég fer ekkert mjög langt því þetta er náttúrlega bara dugga.“

Hvað gengur hann?

„Sjö og hálfa mílu.“

Hann fer ekki hratt.

„Nei, hann fer ekki hratt.“

Rakel, sem vinnur líka við bókhald, segist aldrei hafa verið fulla vertíð.

„Ég byrjaði um miðjan júní og síðan er ég í hinni vinnunni; ég þarf að fara alveg í hana í viku til 10 daga um hver mánaðamót. Ég reikna laun fyrir mörg fyrirtæki og þarf að sinna því.“

En ég hef alveg haft milljón umfram; í hreinar tekjur.

Rakel er spurð hvað svona vertíð eins og núna gefi; getur hún fiskað fyrir verði bátsins?

„Ég hef nú ekki gert það á einni vertíð. En ég hef alveg haft milljón umfram; í hreinar tekjur.“

Rakel Jóhannsdóttir

Himneskt.

Rakel hafði verið launamaður og húsmóðir áður em hún fór á sjónn á sínum tíma. Sá hún fyrir sér að hún færi í þetta?

„Nei, ég skil ekki alveg af hverju ég gerði þetta en mér finnst þetta ótrúlega gaman. Þessu fylgir ótrúlegt frelsi eftir að hafa setið á skrifstofu allan daginn, allan veturinn, og þá er þetta bara himneskt.“

Þú bíður bara eftir næstu vertíð.

„Já.“

Þetta er aðallega þorskurinn. Og svolítið af ýsu. Ufsa.

Maður þarf að vera svolítið sterkur.

Rakel er spurð hvort þetta sé eitthvað sem hún ráðleggi öðrum konum að gera; að fara á sjóinn.

„Já, ef þær treysta sér til þess.“

Hún segir líka: „Maður þarf að vera svolítið sterkur.“

Rakel Jóhannsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -