Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rakel var lengi kærasta Ingós Veðurguðs: „Mér líður eins og ég hafi verið kýld í magann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, betur þekkts sem Ingó Veðurguð, segist vilja skila skömminni og lýsir því yfir að hún standi með öllum þeim sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi af einhverju tagi. Eftir að hafa lesið fjölda frásagna á hendur manninum sem hún var með í sex ár líður henni eins og hún hafi verið kýld í magann.

Aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar frásagnir rúmlega 20 kvenna sem lýsa kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingós. Þá hafa sögur og frásagnir tengdar honum tengst seinni #metoo-bylgjunni á Íslandi og þá sérstaklega á samfélagsmiðlunum Reddit, Twitter og TikTok.

Sjá einnig: Andrea: „Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt”

Í kjölfar þess að tilkynnt var um að Ingólfur myndi stjórna Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í ár skrifuðu yfir 130 konur undir áskorun til Þjóðhátíðarnefndar um að Ingó yrði látinn taka poka sinn. Nefndin varð við þeirri áskorun og leitar nú eftirmanns Veðurguðsins. Í gangi er undirskriftarlisti þar sem skorað er á nefndina að ráða Ingó aftur og hafin hefur verið söfnun undirskrifta þar sem Þjóðhátíðarnefnd er hvött til að standa við ákvörðunina.

Neitar sök

- Auglýsing -

Í viðtali við Mannlíf hafnaði Ingó öllum ásökunum og hefur þegar hafist handa við að leita réttar síns.  Rakel segist alls ekki vilja setjast í dómarasæti í málinu og án þess að nafngreina Ingó í færslu sinni er ljóst að hún ræðir þar um sinn fyrrverandi kærasta til margra ára. Hún segir:

„Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir. Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“

Sjá einnig: Ingó Veðurguð í viðtali við Mannlíf: „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt“

- Auglýsing -

Stendur með þolendum

Rakel skýrir út hvers vegna hún ákvað að skrifa færslu sína eftir að hafa lesið fjölda ásakana á hendur Ingó.

„Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur. Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -