Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Rannsókn fjárfestingarleiðarinnar gæti náð yfir Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vikunni var greint frá því að þrír stjórnmálaflokkar hefðu lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd Alþingis sem á að rannsaka hina svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var félag í eigu Samherja.

Fjárfestingarleiðini var við lýði á árunum 2012 til 2015 og gerði meðal annars Íslendingum sem áttu peninga erlendis, meðal annars í skattaskjólum, kleift að flytja þá peninga inn í íslenskt hagkerfi með allt að 20 prósent virðisaukningu. Viðkomandi gátu líka margir hverjir leyst út mikinn gengishagnað, enda höfðu þeir flutt fjármagnið út áður en krónan féll í hruninu. Þá fengu þeir ákveðið heilbrigðisvottorð um að peningarnir væru „hreinir“ með því að nýta sér leiðina, en umfjallanir Kjarnans á síðustu árum hafa sýnt að lítið sem ekkert var gert til að kanna raunverulegan uppruna þeirra fjármuna sem komu til landsins í gegnum leiðina. Alls var um að ræða 206 milljarða króna. Þar af komu íslenskir aðilar með 72 milljarða króna.

Í tillögunni er farið fram á að nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjármagnið sem flutt var til landsins með fjárfestingarleiðinni kom, hvaða einstaklingar eða félög voru skráð fyrir fjármagninu sem flutt var til landsins, hvernig fénu sem flutt var inn til landsins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efnahagslíf. Þar er einnig kallað eftir að upplýsingar verði dregnar fram um hvort ríkissjóður hafi orðið af skatttekjum vegna leiðarinnar og þá hversu mikið það tap var, hvort að samþykkt tilboð í útboðum fjárfestingarleiðarinnar kunni í einhverjum tilvikum að hafa brotið gegn skilmálum hennar og hvort fjárfestingarleiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskattlögðum eignum Íslendinga á aflandssvæðum aftur til landsins, til að stunda peningaþvætti eða misnotuð með öðrum hætti.

Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var félag í eigu Samherja. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu. Esja Seafood lánaði öðru félagið Samherja, Kaldbaki, um tvo milljarða króna árið 2012 í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í Stundinni á þriðjudag var greint frá því að Kaldbakur hafi meðal annars lánað enn öðru félagi Samherja, Kattanefi ehf., 300 milljónir króna til að fjárfesta í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Það félag var svo selt til Ramses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, árið 2017, á 325 milljónir króna. Samherji lánaði Ramses II fyrir kaupunum.

Nánar um málið í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -