Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rannsóknarlögreglumaðurinn stígur til hliðar vegna umdeildra ummæla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Thompson, sem hafði umsjón með rannsókn á morðmáli þar sem fyrrverandi rugby-leikmaðurinn Rowan Baxter myrti eiginkona sína, Hönnuh Baxter, og börnin þeirra þrjú, hefur stigið til hliðar.

Vísbendingar benda til að Rowan hafi myrt fjölskyldu sína með því að hella bensíni yfir þau þar sem þau sátu inni í bíl og borið svo eld að bílnum. Vitni sem komu að slysinu segja að Hannah hafi náð að stökkva úr logandi bílnum og hrópað: „hann hellti bensíni yfir mig.“ Rowan tók svo eigið líf.

Thompson stígur til hliðar frá rannsókninni eftir að hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli sem hann lét falla á blaðamannafundi um málið.

Thompson lét þau ummæli falla að málið gæti mögulega snúist um fjölskylduföður sem hefði fundið sig knúinn til að fremja voðaverkið því það hefði verið gengið fram af honum.

Ummælin hafa fallið í grýttan jarðveg og hefur margt fólk sagt Thompson ætla að koma sökinni yfir á fórnarlamb hans, Hönnuh Baxter.

Í frétt BBC segir að Thompson sé eyðilagðir yfir ummælunum og að hann sjái að þau voru vanhugsuð. Hann mun sjálfur hafa lagt til að hann myndi stíga til hliðar frá rannsókninni.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Fyrrverandi rugby-leikmaður talinn hafa myrt fjölskyldu sína – „Hann hellti bensíni yfir mig“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -