Nýjar rannsóknir benda til þess að kaffidrykkurinn Espresso geti hægt á og jafn vel komið veg fyrir þróun Alzheimers sjúkdómsins. Rótsterkt kaffið er sagt ráðast á afbrigðileg prótein sem veldur skemmdum á taugafrumum. Orsök sjúkdómsins er skortur á taugaboðefnum og útfelling á fyrrnefndum próteinum.
„Expresso ræðst á prótein sem veldur elliglöp. Rannsóknin sýnir að þeir sem drekka einn bolla af drykknum á dag eru í talsvert minni hættu á að þróa með sér Alzheimers,“ sagði Professor Mariapina D’Onofrio en hún er ein þeirra sem stendur fyrir rannsókninni.
Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir jákvæð áhrif Expresso drykksins á þróun Alzheimers. Enn er mörgu ósvarað í tengslum við sjúkdóminn en jákvæð þróun virðist vera í heimi vísindanna þegar kemur að hugsanlegri lækningu við Alzheimers.