Rithöfundurinn Sjón er ómyrkur í máli þegar hann fjallar um flóttamannabúðir sem Sjálfstæðismenn undir forystur Bryndísar Haraldsdóttur alþingismanns og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa lýst vilja til að reisa á Suðurnesjum. Sjón segir á samfélagsmiðlum að þarna sé um að ræða „einangrunarbúðir“. Hann lætur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa það óþvegið og leggur út af þeim áhyggjum hennar að hægri öfgahyggja sé á leiðinni að skjóta rótum á Íslandi. „Hægri öfgahyggjan lifir nú þegar góðu lífi í ríkisstjórninni sem hún fer sjálf fyrir,“ skrifar skáldið.
Útlendingamálin eru smám saman að verða Vinstri grænum þyngsti bagginn í að bera í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Einhverjir telja að stutt geti verið í uppreisn þeirra sem ekki vilja að flokkurinn sé hýsill af þessum toga …