Bent á að leita til kvensjúkdómalæknis
Rebekka hefur leitað til heilsugæslunnar vegna óstöðvandi tíða sem eru nú eins og áður sagði á degi 48. Þar var henni tjáð að hún skildi fara til kvensjúkdómalæknis sem hún hefur ekki komið við vegna þess að hún er nú stödd í Svíþjóð og hefur ekki getað leitað sér aðstoðar þaðan eins og gefur að skilja.
Hvetur konur til þess að tilkynna
Hún segist vissulega hafa tilkynnt aukaverkanirnar til Lyfjastofnunar og nú hvetur hún allar konur sem ekki enn hafa gert það og eru að upplifa breytingar á sínum tíðahring. Hér má tilkynna. Mannlíf spurði hvað hún væri helst búin að heyra frá þeim fjölda kvenna sem þjást af truflun á tíðahring eftir Covid- 19 bólusetningu. Rebekka sagði að það væru konur í sömu stöðu og hún, stöðugar blæðingar, konur sem fara alls ekki á blæðingar lengur, konur sem hafa verið á breytingaskeiðinu í jafnvel fjölda ára og byrjuðu allt í einu að hafa blæðingar sem voru löngu hættar.
Allskyns afbrigði
Það virðist vera allur gangur á þessu og ýmsar útgáfur af breytingum sem konur eru að finna fyrir, blettablæðingar, vika á milli blæðinga og svona mætti lengi telja. Konur hafa líka minnst á aukningu túrverkja sem geta orðið ansi slæmir og jafnvel hjá konum sem aldrei hafa fundið slíka verki að ráði.
„Ég kastaði þessu fram á stórum kvenna hóp á Facebook, þegar ég sá frétt á Mbl. um að yfir 250 konur höfðu tilkynnt og ég veit fyrir víst að þær eru mikið fleiri núna vegna þess ég hef verið að hvetja konur til þess“.
Enga þöggun
Rebekka tekur sérstaklega fram að hún sé alls ekki á móti bólusetningum, enda bólusett sjálf og bætir við: „Við sem þjóð eigum rétt á því að heyra sannleikann um aukaverkanir af þessum bólusetningum. Ekki bara algjöra þöggun og ef maður segir eitthvað þá er maður bara klikkaður og þar fram eftir götunum“. að lokum segir Rebekka, að það séu að minnsta kosti mörg hundruð konur að kljást við sama vanda og þær eigi það allar sameiginlegt að hafa þegið bólusetningu gegn Covid- 19 og að vandamálin hafi byrjað í kjölfar þess.
Mannlíf reyndi að ná sambandi við starfsmann hjá Landlæknisembættinu en þar var engin við sem gat svarað spurningum blaðamanns sökum sumarfría. Málið verður tekið upp að sumarfríum loknum.