Laugardagur 18. janúar, 2025
1.5 C
Reykjavik

Rebekka Ósk verið á túr samfleytt í 48 daga: „Það er ekkert eðlilegt við þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Í kringum 500 konur hér á landi virðast kljást við truflanir á tíðarhringnum eftir bólusetningu vegna covid-19. Rebekka Ósk Sváfnisdóttir er ein þeirra en hún hefur verið á túr í 48 daga samfleytt eftir sprautuna.
Rebekka hefur talað opinskátt um það að hún hefur verið á stanslausum blæðingum síðan hún var bólusett fyrir Covid– 19. Hún hefur verið að grennslast fyrir um það hjá öðrum konum hvort þær tengi rugling á tíðahring sínum við Covid– 19 bólusetningarnar. Sjálf hefur Rebekka Ósk verið á stöðugum blæðingum í 48 daga. Rebekka hefur stofnað hóp á Facebook sem eingöngu er ætlaður bólusettum konum, sem hafa upplifað breytingar á tíðahring sínum eftir að hafa fengið bólusetningu gegn Covid– 19. Hópinn má finna hér fyrir þær konur sem uppfylla skilyrði hans.
Um helgina ákvað Rebekka að athuga hvort fleiri konur væru að brasa með tíðarhringinn sinn eftir bólusetningu og spurðist fyrir um það í fjölmennum hópi kvenna á Facebook. Ekki stóð á viðbrögðunum:
„Facebookið er búið að vera rauðglóandi og ég hef fengið sögur bæði í einkaskilaboðum sem og á vefnum þar sem ég byrjaði að vekja athygli á þessu. Um það bil 500 konur!!!
Sögurnar eru allt frá því að konur hafi ekki farið á blæðingar í 4 jafnvel 5 mánuði og upp í það að vera a blæðingum stanslaust í meir en 30 daga. Ég vil að stjórnvöld tali um þetta og gefi okkur svör við þessu þegar í stað!“
Rebekka Ósk er hörku kona sem ætlar ekki að láta koma fram við sig eins og hún sé klikkuð. Mynd: Facebook
Dagur 48
Mannlíf hafði samband við Rebekku Ósk og spurði hana hvernig staðan væri hjá henni, hvort hún væri enn á blæðingum. „Ég er á degi 48 í dag“ tjáði hún blaðamanni. Rebekka sagðist halda úti hóp sem hún stofnaði í fyrrakvöld og þangað inn eru strax komnar 53 konur sem glíma við einhvers konar breytingar á tíðahringnum líkt og hún. Hún hefur fengið fjöldann allan af skilaboðum sem og vitnisburði kvenna undir innleggi sem hún setti inn á mjög stóran hóp á Facebook sem eingöngu konur eru meðlimir í.

Bent á að leita til kvensjúkdómalæknis

Rebekka hefur leitað til heilsugæslunnar vegna óstöðvandi tíða sem eru nú eins og áður sagði á degi 48. Þar var henni tjáð að hún skildi fara til kvensjúkdómalæknis sem hún hefur ekki komið við vegna þess að hún er nú stödd í Svíþjóð og hefur ekki getað leitað sér aðstoðar þaðan eins og gefur að skilja.

Rebekka hvetur konur sem eru að kljást við breytingar á tíðahring eftir bólusetningu að tilkynna það til Lyfjastofnunar.

Hvetur konur til þess að tilkynna

Hún segist vissulega hafa tilkynnt aukaverkanirnar til Lyfjastofnunar og nú hvetur hún allar konur sem ekki enn hafa gert það og eru að upplifa breytingar á sínum tíðahring. Hér má tilkynna. Mannlíf spurði hvað hún væri helst búin að heyra frá þeim fjölda kvenna sem þjást af truflun á tíðahring eftir Covid- 19 bólusetningu. Rebekka sagði að það væru konur í sömu stöðu og hún, stöðugar blæðingar, konur sem fara alls ekki á blæðingar lengur, konur sem hafa verið á breytingaskeiðinu í jafnvel fjölda ára og byrjuðu allt í einu að hafa blæðingar sem voru löngu hættar.

Allskyns afbrigði

Það virðist vera allur gangur á þessu og ýmsar útgáfur af breytingum sem konur eru að finna fyrir, blettablæðingar, vika á milli blæðinga og svona mætti lengi telja. Konur hafa líka minnst á aukningu túrverkja sem geta orðið ansi slæmir og jafnvel hjá konum sem aldrei hafa fundið slíka verki að ráði.

- Auglýsing -

„Ég kastaði þessu fram á stórum kvenna hóp á Facebook, þegar ég sá frétt á Mbl. um að yfir 250 konur höfðu tilkynnt og ég veit fyrir víst að þær eru mikið fleiri núna vegna þess ég hef verið að hvetja konur til þess“.

Enga þöggun

Rebekka tekur sérstaklega fram að hún sé alls ekki á móti bólusetningum, enda bólusett sjálf og bætir við: „Við sem þjóð eigum rétt á því að heyra sannleikann um aukaverkanir af þessum bólusetningum. Ekki bara algjöra þöggun og ef maður segir eitthvað þá er maður bara klikkaður og þar fram eftir götunum“. að lokum segir Rebekka, að það séu að minnsta kosti mörg hundruð konur að kljást við sama vanda og þær eigi það allar sameiginlegt að hafa þegið bólusetningu gegn Covid- 19 og að vandamálin hafi byrjað í kjölfar þess.

- Auglýsing -

Mannlíf reyndi að ná sambandi við starfsmann hjá Landlæknisembættinu en þar var engin við sem gat svarað spurningum blaðamanns sökum sumarfría. Málið verður tekið upp að sumarfríum loknum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -