Tilkynnt var um líkamsárás í verslun í Kópavogi í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þrír menn réðust á starfsmann í versluninni laust fyrir klukkan þrjú og stálu vörum. Í tilkynningu kemur fram að ekki sé vitað um meiðsli starfsmannsins en að málið sé til rannsóknar.
Fyrr í nótt, eða um hálf eitt leytið, hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem reyndi að komast undan henni. Segir í tilkynningu að viðkomandi hafi stuttu síðar stöðvað bifreiðina og reynt að flýja en náðst á hlaupum. Var maðurinn undir áhrifum áfengis.
Þá hafði lögreglan hendur í hári manns sem hafði ekið á þrjár bifreiðar og reynt að stinga af. Viðkomandi er grunaður um ölvun og var hann vistaður fyrir rannsókn í fangageymslu.