Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Réðust inn á veitingastað og ætluðu að berja fjóra menn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt en í allt sinnti hún einum 109 málum, frá því klukkan 17 um eftirmiðdegi til klukkan 5 í morgun.

Alls eru það sjö aðilar sem nú eru vistaðir í fangaklefa eftir næturbröltið.

Útkall barst í gærkvöld vegna líkamsárásar á veitingahúsi gegn fjórum mönnum; meintir gerendur voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði.

Einn aðili er vistaður í fangageymslu í Kópavogi; vegna gruns um líkamsárás gegn öðrum aðila í nótt.

Þónokkur mál komu upp vegna ölvunar fólks; miðsvæðis og víðar; og nokkrir aðilar voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn aðili var tekinn höndum vegna óspekta á almannafæri í miðbænum. Við leitina á aðilanum fundust fíkniefni á honum; var hann vistaður í fangaklefa þar til hann yrði viðræðuhæfur.

- Auglýsing -

Ölvaður ökumaður olli tjóni á umferðarmannvirki í Vesturbænum og var hann fluttur á lögreglustöð og þar dregið úr honum blóð og í kjölfarið vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -